Ísland, eyjan í norðri! Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 6. október 2012 06:00 Joey í Friends orðaði það vel með ódauðlegum orðum sínum „London baby!" Greyið varð þó fyrir miklum vonbrigðum þegar yfir hafið var komið og vildi helst komast aftur heim til Bandaríkjanna þar sem allt var svo miklu betra. Síðustu tvær vikur hef ég dvalið meira á enskri grundu en íslenskri. Ég er þó ósammála Joey um að þar sé allt ömurlegt því ég elska Bretland. Um daginn hafði vinur minn áhyggjur af því að skilja mig eina eftir í London í heilan dag því hann þyrfti að vinna. Mér gæti leiðst svona aleinni – eða ég gæti týnst. Ég benti honum þó á að hann gæti plantað mér á lestarstöð að morgni dags og fundið mig á sama stað að vinnudegi loknum ef það róaði hann. Ég gæti hæglega skemmt mér í heilan dag við að fylgjast með allri þeirri gríðarlegu flóru fólks sem færi þar í gegn daglega. Ég er sérlegur aðdáandi Bretlands og flests sem þaðan kemur. Breskur hreimur er þar efst á lista. Subbulegustu konur geta orðið glæsilegar í mínum huga þegar úr þeim streymir glæsileg breskan. Lítil börn sem tala bresku eru með því krúttlegasta sem ég hef vitað um og karlmenn með breskan hreim eru einfaldlega skrefi ofar öðrum í kynþokka ef þú spyrð mig. Eftir mikla rannsóknarvinnu hef ég komist að því að það er erfitt að vera súr í Bretlandi, þrátt fyrir stöðuga rigningu og nektarsjúka konungsfjölskyldu (sem má reyndar deila um hvort sé yfirhöfuð neikvætt). Bretar taka mér alltaf með opnum örmum, með spurningum um líðan mína og fyrirætlanir og þjónustulund sem toppar flest. Hvort sem það er afgreiðslukonan í Boots sem hlær að mér fyrir að kaupa upp birgðirnar af asetón-lausu bómullarskífunum sem ætlaðar eru til að fjarlægja naglalakk eða þjónninn á W sem reynir allar mögulegar leiðir til að hjálpa mér að muna pin-númerið á kreditkortinu mínu. Það særði mitt stolta íslenska hjarta þó mikið þegar einn afgreiðslumaðurinn svaraði svari mínu við spurningu hans um hvaðan ég kæmi með „Iceland. I don't think I've ever heard of that. Where about is it?" Við höfum sigrað heiminn með frægum listamönnum á við Björk, átt nokkra góða leikmenn í enska boltanum, unnið silfur á ÓL í handbolta, átt fulltrúa sem svaf hjá kryddpíu, átt fyrsta kvenkyns forsetann, skapað okkur gríðarlegar óvinsældir með Icesave og truflað gang heimsins með því að spýta eldfjallaösku út um allt. Hvers meira er hægt að ætlast til af okkur? Ætti alheimurinn ekki að vera farinn að kannast við okkur um þessar mundir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Rós Steinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Joey í Friends orðaði það vel með ódauðlegum orðum sínum „London baby!" Greyið varð þó fyrir miklum vonbrigðum þegar yfir hafið var komið og vildi helst komast aftur heim til Bandaríkjanna þar sem allt var svo miklu betra. Síðustu tvær vikur hef ég dvalið meira á enskri grundu en íslenskri. Ég er þó ósammála Joey um að þar sé allt ömurlegt því ég elska Bretland. Um daginn hafði vinur minn áhyggjur af því að skilja mig eina eftir í London í heilan dag því hann þyrfti að vinna. Mér gæti leiðst svona aleinni – eða ég gæti týnst. Ég benti honum þó á að hann gæti plantað mér á lestarstöð að morgni dags og fundið mig á sama stað að vinnudegi loknum ef það róaði hann. Ég gæti hæglega skemmt mér í heilan dag við að fylgjast með allri þeirri gríðarlegu flóru fólks sem færi þar í gegn daglega. Ég er sérlegur aðdáandi Bretlands og flests sem þaðan kemur. Breskur hreimur er þar efst á lista. Subbulegustu konur geta orðið glæsilegar í mínum huga þegar úr þeim streymir glæsileg breskan. Lítil börn sem tala bresku eru með því krúttlegasta sem ég hef vitað um og karlmenn með breskan hreim eru einfaldlega skrefi ofar öðrum í kynþokka ef þú spyrð mig. Eftir mikla rannsóknarvinnu hef ég komist að því að það er erfitt að vera súr í Bretlandi, þrátt fyrir stöðuga rigningu og nektarsjúka konungsfjölskyldu (sem má reyndar deila um hvort sé yfirhöfuð neikvætt). Bretar taka mér alltaf með opnum örmum, með spurningum um líðan mína og fyrirætlanir og þjónustulund sem toppar flest. Hvort sem það er afgreiðslukonan í Boots sem hlær að mér fyrir að kaupa upp birgðirnar af asetón-lausu bómullarskífunum sem ætlaðar eru til að fjarlægja naglalakk eða þjónninn á W sem reynir allar mögulegar leiðir til að hjálpa mér að muna pin-númerið á kreditkortinu mínu. Það særði mitt stolta íslenska hjarta þó mikið þegar einn afgreiðslumaðurinn svaraði svari mínu við spurningu hans um hvaðan ég kæmi með „Iceland. I don't think I've ever heard of that. Where about is it?" Við höfum sigrað heiminn með frægum listamönnum á við Björk, átt nokkra góða leikmenn í enska boltanum, unnið silfur á ÓL í handbolta, átt fulltrúa sem svaf hjá kryddpíu, átt fyrsta kvenkyns forsetann, skapað okkur gríðarlegar óvinsældir með Icesave og truflað gang heimsins með því að spýta eldfjallaösku út um allt. Hvers meira er hægt að ætlast til af okkur? Ætti alheimurinn ekki að vera farinn að kannast við okkur um þessar mundir?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun