Ein látin laus en tvær sendar í fangabúðir Guðsteinn skrifar 11. október 2012 00:01 Jekaterína Samúsevitsj, María Aljokína og Nadesjda Tolokonnikova í glerbúrinu, sem sakborningar eru hafðir í.nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“ Andóf Pussy Riot Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“
Andóf Pussy Riot Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira