Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð 23. október 2012 00:00 Fjöldamorðum mótmælt Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í landinu gegn framferði hersins í byrjun mánaðarins.nordicphotos/AFP Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira