Erlent

Navalní hreppti fyrsta sætið

Alexei Navalní
Alexei Navalní
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur óspart hæðst að og gert lítið úr stjórnarandstæðingum, sem eiga ekki sæti á þingi en hafa hvað eftir annað efnt til fjölmennra mótmælafunda gegn honum í Moskvu og víðar um land.

Hann segir þá vera sundurlausa hjörð netbúa, sem hafi hvorki skipulag né stefnu og geti ekkert gert. Mótmælendurnir hafa nú brugðist við með því að efna til eins konar prófkjörs á netinu, þar sem valin var forystusveit sem vonast er til að verði upphafið að betra skipulagi hreyfingarinnar.

Alls tóku 82 þúsund manns þátt í kjörinu. Í fyrsta sæti varð Alexei Navalní, þekktur bloggari sem orðið hefur eitt helsta andlit mótmælahreyfingarinnar út á við. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×