Erlent

Kosningabaráttan var skrautleg

Fjarri góðu gamni Júlía Tímósjenkó situr nú í fangelsi og getur ekki blandað sér í kosningabaráttuna.nordicphotos/AFP
Fjarri góðu gamni Júlía Tímósjenkó situr nú í fangelsi og getur ekki blandað sér í kosningabaráttuna.nordicphotos/AFP
Kosningabaráttan fyrir þingkosningar í Úkraínu á sunnudag hefur verið harla skrautleg. Flokkarnir hafa stillt upp á lista hjá sér þekktum einstaklingum úr þjóðlífinu, sem margir hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum.

Þar á meðal er poppdrottningin Taisia Povaliy, sem er í öðru sæti á lista Héraðsflokksins, flokks Viktors Janúkovitsj forsætisráðherra, sem vill heldur halla sér að Rússlandi en Vesturlöndum.

Hún viðurkennir fúslega að hafa aldrei hugsað sér að fara út í pólitík, en lét svo til leiðast: „Hvaða máli skiptir það hvort ég starfa á sviði eða á þingi?" spurði hún.

Tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, báðir hliðhollir Vesturlöndum frekar en Rússlandi, vonast til að fella forsætisráðherrann. Þeir heita því að afturkalla sum helstu afrek hans, eins og fangelsun hinnar vinsælu Júlíu Tímosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra sem nú er fjarri góðu gamni.

Nýr flokkur, stofnaður af Natalíu Korolevska, fyrrverandi félaga Tímosjenkó, fékk fyrrverandi fótboltahetju og frægan leikarason til að vera á lista hjá sér.

Skoðanakannanir benda reyndar til þess að kjósendur kaupi ekki alveg þessar uppstillingar. Að minnsta kosti hefur fylgi flokks Korolevsku dalað eftir að hún greip til þessa bragðs.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×