Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun