Í bílstjórasætinu í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel í Rúmeníu í gær og skoraði 8 mörk úr aðeins 9 skotum. Mynd/AFP Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira