136 milljóna tap á DV frá stofnun 7. nóvember 2012 07:00 Reynir Traustason er ritstjóri og einn aðaleigenda DV ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira