Erlent

Reynt að semja um vopnahlé

Bera húsgögn út úr ónýtu húsi í Gasaborg Ísraelsher hefur varpað sprengjum á meira en þúsund skotmörk á Gasaströnd síðustu vikuna.AFPNORDIC/AFP
Bera húsgögn út úr ónýtu húsi í Gasaborg Ísraelsher hefur varpað sprengjum á meira en þúsund skotmörk á Gasaströnd síðustu vikuna.AFPNORDIC/AFP
Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hefur náðst.

Ísraelar hafa gert það að skilyrði að Palestínumenn hætti að skjóta sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels, en Hamas-samtökin krefjast þess á móti að Ísraelar aflétti einangrun Gasasvæðisins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til Mið-Austurlanda í gær til að taka þátt í friðarviðræðunum. Hún hugðist hitta ísraelsk stjórnvöld í Jerúsalem, palestínsk stjórnvöld í Ramallah á Vesturbakkanum og egypsk stjórnvöld í Kaíró.

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, upplýsti í gær Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að taki Ísraelar ákvörðun um að senda landherinn inn á Gasasvæðið, þá verði það ekki skammvinn aðgerð svipuð landhernaði Ísraela á Gasaströnd fyrir fjórum árum, heldur líkari hernaði Ísraela á Vesturbakkanum meðan seinni Intifada-uppreisn Palestínumanna stóð yfir á fyrstu árum aldarinnar. Þau átök kostuðu þúsundir mannslífa.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×