Messi á stanslausri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 07:30 Nordic Photos / Getty Images Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn. Spænski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn.
Spænski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira