Á atkvæðaveiðum Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor. Til þess er stefna hans ekki nógu sterk, frambjóðendur of veikir og fortíðin enn óuppgerð. Það er reyndar mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn komist nokkru sinni aftur í ríkisstjórn. Hann er í raun dæmdur til að vera í eilífri stjórnarandstöðu. Og þar sem það hlutskipti fer honum mjög illa munu flokksmenn fljótlega flýja sökkvandi skip og ýmist ganga í Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna eða hætta afskiptum af stjórnmálum og snúa sér í staðinn að frímerkjasöfnun eða fjallgöngum. Þegar síðasti maðurinn gengur úr Valhöll og slekkur á eftir sér verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur til. Ég er ekki að spá þessu. Ég er afleitur spámaður og löngu hættur að reyna. Ég spáði því til dæmis árið 1990 að geisladiskurinn yrði ekki langlífur. Raunar hélt ég að hann yrði svo skammlífur að það tæki því ekki fyrir mig að eignast geislaspilara. Þess vegna gaf ég geisladisk sem mér áskotnaðist um vorið þetta ár. Nokkrum vikum seinna eignaðist ég geislaspilara og hef hlustað á geisladiska daglega síðan. Ég óska þess heldur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn tærist upp. Eina ósk mín varðandi pólitík er að stjórnmálamenn greiði úr málum í góðum friði en láti annars sem minnst fyrir sér fara. Þessi orð um flokkinn eru hins vegar í þeim anda sem svo margir fjalla um stjórnmál. Settar eru fram alls konar staðhæfingar um að staðan sé svona og að hitt og þetta muni gerast, undir því yfirskini að um djúpvitra speki sé að ræða. Að baki býr þó ekki annað en von um að hlutirnir gangi akkúrat þannig fyrir sig. Engir fyrirvarar eru gerðir, enginn segir „þetta er nú mín skoðun," eða „eins og þetta blasir við mér," eða „ég held". Orðunum er bara slengt fram, staðreyndir og skoðanir fara í einn graut og enginn veit hvort er hvað. Af þessu má auðvitað hafa gaman. Og veitir nú ekki af upplyftingunni í kuldanum. Pólitík er hins vegar í eðli sínu talsvert alvörumál og álitaefnin oftast næg án þess að skrumi og blekkingum sé bætt við. Kjósendur eiga líka betra skilið. Þeir eru ekki bara atkvæði heldur fólkið í landinu með sínar þarfir og væntingar og þá eiga hvorki stjórnmálamenn né skríbentar að reyna að blekkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor. Til þess er stefna hans ekki nógu sterk, frambjóðendur of veikir og fortíðin enn óuppgerð. Það er reyndar mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn komist nokkru sinni aftur í ríkisstjórn. Hann er í raun dæmdur til að vera í eilífri stjórnarandstöðu. Og þar sem það hlutskipti fer honum mjög illa munu flokksmenn fljótlega flýja sökkvandi skip og ýmist ganga í Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna eða hætta afskiptum af stjórnmálum og snúa sér í staðinn að frímerkjasöfnun eða fjallgöngum. Þegar síðasti maðurinn gengur úr Valhöll og slekkur á eftir sér verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur til. Ég er ekki að spá þessu. Ég er afleitur spámaður og löngu hættur að reyna. Ég spáði því til dæmis árið 1990 að geisladiskurinn yrði ekki langlífur. Raunar hélt ég að hann yrði svo skammlífur að það tæki því ekki fyrir mig að eignast geislaspilara. Þess vegna gaf ég geisladisk sem mér áskotnaðist um vorið þetta ár. Nokkrum vikum seinna eignaðist ég geislaspilara og hef hlustað á geisladiska daglega síðan. Ég óska þess heldur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn tærist upp. Eina ósk mín varðandi pólitík er að stjórnmálamenn greiði úr málum í góðum friði en láti annars sem minnst fyrir sér fara. Þessi orð um flokkinn eru hins vegar í þeim anda sem svo margir fjalla um stjórnmál. Settar eru fram alls konar staðhæfingar um að staðan sé svona og að hitt og þetta muni gerast, undir því yfirskini að um djúpvitra speki sé að ræða. Að baki býr þó ekki annað en von um að hlutirnir gangi akkúrat þannig fyrir sig. Engir fyrirvarar eru gerðir, enginn segir „þetta er nú mín skoðun," eða „eins og þetta blasir við mér," eða „ég held". Orðunum er bara slengt fram, staðreyndir og skoðanir fara í einn graut og enginn veit hvort er hvað. Af þessu má auðvitað hafa gaman. Og veitir nú ekki af upplyftingunni í kuldanum. Pólitík er hins vegar í eðli sínu talsvert alvörumál og álitaefnin oftast næg án þess að skrumi og blekkingum sé bætt við. Kjósendur eiga líka betra skilið. Þeir eru ekki bara atkvæði heldur fólkið í landinu með sínar þarfir og væntingar og þá eiga hvorki stjórnmálamenn né skríbentar að reyna að blekkja.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun