Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa.
Talið er að uppreisnarsveitirnar M23, sem voru stofnaðar snemma á þessu ári, njóti stuðnings frá nágrannaríkinu Rúanda. Íbúar í Goma óttast nú að borgin verði innlimuð í Rúanda.
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki blandað sér í átökin, því þeir hafa ekki umboð til að berjast við uppreisnarmennina.- gb
Ætla að ná öllu Kongó undir sig
