Erlent

Tíu ára fangelsi fyrir spillingu

Ivo Sanader
Ivo Sanader
Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka.

Evrópusambandið hefur fylgst grannt með þessu dómsmáli, sem er hið fyrsta sinnar tegundar í landinu. Króatía verður aðildarríki í ESB um mitt næsta ár og hefur heitið því að útrýma mútum úr stjórnsýslu landsins.

Sanader var forsætisráðherra á árunum 2004 til 2009. Hann segist saklaus og ætlar að áfrýja dómnum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×