Leggur ekki árar í bát Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordicphotos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir. Golf Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir.
Golf Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira