Skortur á örvhentum skyttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Alexander Petersson hefur fengið stærra og stærra hlutverk í landsliðinu með hverju stórmóti. Mynd/Nordicphotos/Bongarts Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira