Í dóm Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 20. desember 2012 06:00 Ég var kallaður til sem vitni í dómsmáli nú nýverið. Uppi var einhver ágreiningur milli manna og talið að ég kynni mögulega að varpa ljósi á afmarkaðan þátt sem hugsanlega auðveldaði dómaranum að gera sér atvik ljós og kveða upp sinn dóm. Á meðan að ég sat frammi á gangi og beið þess að vera kallaður í vitnastúku fylgdist ég með mannlífinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ég segi ekki að þetta hafi verið eins og í Kringlunni en þarna var stöðugur straumur alls konar fólks. Stefnendur, stefndir, verjendur, sækjendur, dómarar og vitni ýmist þustu eða röltu um gangana og fasið var eftir tilefninu. Sumir voru glaðir en aðrir sorgmæddir. Ótrúlegur fjöldi mála kemur fyrir dómstóla. Þegar þetta er skrifað, 19. desember, eru 62 mál á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur daginn þann og það sem fram fer heitir ýmist munnlegur málflutningur, dómsuppsaga, þingfesting, fyrirtaka, uppkvaðning úrskurðar eða aðalmeðferð. Málin eru af ýmsum toga: Riftunarmál, skaðabótamál, ógildingarmál, meiðyrðamál, vefengingarmál, forsjármál, sifjaréttarmál, skuldamál og eitthvað fleira. Og svo auðvitað mál þar sem brotið var gegn lögum, eða grunur leikur á slíku. Þar sem ég sat þarna í dómhúsinu og beið velti ég fyrir mér hvort öll þessi mál þyrftu nauðsynlega að fara fyrir dóm. Höfum við hugsanlega gefist upp á að greiða sjálf úr ágreiningi? Ekki misskilja mig, ég geri mér fyllilega grein fyrir að mörg mál þurfa að hafa sinn gang innan dómskerfisins og að eflaust hefur oft verið reynt að leysa úr flækjum áður en þau skref voru stigin. En öll þessi mál? Á fyrri helmingi ársins komu 4.288 ný einkamál fyrir héraðsdómstóla landsins. Þeim hefur að sönnu fækkað með árunum en samt: 4.288! Á sex mánuðum! Í landinu starfa margir lögfræðingar. Ekki ætla ég að gera þeim það upp að hvetja fólk sem leitar ráða hjá þeim til að fara í mál fremur en að leggja til aðrar og viðaminni leiðir. Slíkar yfirlýsingar væru líklega atvinnurógur sem gætu hæglega endað fyrir dómstólum og ég þá ekki lengur vitni heldur stefndi. En þeir þurfa auðvitað að hafa eitthvað að gera og svona málavafstur tekur tíma og kostar sitt. Þótt ákvörðun um málshöfðun sé eflaust mörgum þungbær er hún örugglega auðvelda leiðin í einhverjum tilvikum. Það er auðveldara að fá einhvern til að úrskurða en að útkljá mál sjálfur. Við erum nefnilega þeirrar gerðar að við gefum ekki eftir og viljum ekki láta neinn eiga eitthvað inni hjá okkur. Því er betra að fara fyrir dómara en þurfa mögulega að gera málamiðlun. Við ættum kannski að slaka aðeins á í þessu efni á nýju ári. Eða allavega pæla í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég var kallaður til sem vitni í dómsmáli nú nýverið. Uppi var einhver ágreiningur milli manna og talið að ég kynni mögulega að varpa ljósi á afmarkaðan þátt sem hugsanlega auðveldaði dómaranum að gera sér atvik ljós og kveða upp sinn dóm. Á meðan að ég sat frammi á gangi og beið þess að vera kallaður í vitnastúku fylgdist ég með mannlífinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ég segi ekki að þetta hafi verið eins og í Kringlunni en þarna var stöðugur straumur alls konar fólks. Stefnendur, stefndir, verjendur, sækjendur, dómarar og vitni ýmist þustu eða röltu um gangana og fasið var eftir tilefninu. Sumir voru glaðir en aðrir sorgmæddir. Ótrúlegur fjöldi mála kemur fyrir dómstóla. Þegar þetta er skrifað, 19. desember, eru 62 mál á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur daginn þann og það sem fram fer heitir ýmist munnlegur málflutningur, dómsuppsaga, þingfesting, fyrirtaka, uppkvaðning úrskurðar eða aðalmeðferð. Málin eru af ýmsum toga: Riftunarmál, skaðabótamál, ógildingarmál, meiðyrðamál, vefengingarmál, forsjármál, sifjaréttarmál, skuldamál og eitthvað fleira. Og svo auðvitað mál þar sem brotið var gegn lögum, eða grunur leikur á slíku. Þar sem ég sat þarna í dómhúsinu og beið velti ég fyrir mér hvort öll þessi mál þyrftu nauðsynlega að fara fyrir dóm. Höfum við hugsanlega gefist upp á að greiða sjálf úr ágreiningi? Ekki misskilja mig, ég geri mér fyllilega grein fyrir að mörg mál þurfa að hafa sinn gang innan dómskerfisins og að eflaust hefur oft verið reynt að leysa úr flækjum áður en þau skref voru stigin. En öll þessi mál? Á fyrri helmingi ársins komu 4.288 ný einkamál fyrir héraðsdómstóla landsins. Þeim hefur að sönnu fækkað með árunum en samt: 4.288! Á sex mánuðum! Í landinu starfa margir lögfræðingar. Ekki ætla ég að gera þeim það upp að hvetja fólk sem leitar ráða hjá þeim til að fara í mál fremur en að leggja til aðrar og viðaminni leiðir. Slíkar yfirlýsingar væru líklega atvinnurógur sem gætu hæglega endað fyrir dómstólum og ég þá ekki lengur vitni heldur stefndi. En þeir þurfa auðvitað að hafa eitthvað að gera og svona málavafstur tekur tíma og kostar sitt. Þótt ákvörðun um málshöfðun sé eflaust mörgum þungbær er hún örugglega auðvelda leiðin í einhverjum tilvikum. Það er auðveldara að fá einhvern til að úrskurða en að útkljá mál sjálfur. Við erum nefnilega þeirrar gerðar að við gefum ekki eftir og viljum ekki láta neinn eiga eitthvað inni hjá okkur. Því er betra að fara fyrir dómara en þurfa mögulega að gera málamiðlun. Við ættum kannski að slaka aðeins á í þessu efni á nýju ári. Eða allavega pæla í því.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun