Poulter í leit að lokapúslinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 19:15 Ian Poulter fagnaði sigrinum í Ryder-bikarnum vel. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira