"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 11:26 Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar, segir son sinn þurfa að taka því rólega í hálfan mánuð. Halldór var fluttur á sjúkrahús í Aspen í Colorado í gær eftir slæma lendingu í keppni á X-leikunum. Halldór reyndi stökk með þreföldum snúningi í síðustu tilraun sinni og virtist ætla að taka mikla áhættu. „Hann lenti á gagnauganu blessaður. Þetta skeður," sagði móðir Halldórs, Kristín S. Eiríksdóttir. Hún viðurkennir að hún og faðir Halldórs séu orðin ýmsu vön enda hættuleg stökk daglegt brauð hjá syni þeirra.Halldór virtist hress á myndunum sem hann setti á netið í gær.„Jú jú. Ég segi samt ekki að manni sé sama," segir Kristín og hlær. Halldór missti meðvitund við lendinguna en komst fljótt til meðvitundar á ný. Hann var fluttur á brott á sjúkrabörum en lyfti fingri til marks um að í lagi væri með hann. „Hann hringdi í mig í gær og hann er kominn út (af sjúkrahúsinu)," segir Kristín. „Hann er í lagi en má ekkert gera í hálfan mánuð segja þeir. Á að taka því rólega. Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður. Hann fékk heilahristing en braut ekki neitt. Svo var hann meiddur í hálsi fyrir og þeir sáu gömlu meiðslin. Þeir sáu að það var ekki í lagi með hálsinn á honum. Þess vegna settu þeir þetta á hann," segir Kristín. Þar vísar hún í hálskragann sem Halldór skartar á mynd sem hann dreifði til aðdáenda sinna á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter í gærkvöldi. Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar, segir son sinn þurfa að taka því rólega í hálfan mánuð. Halldór var fluttur á sjúkrahús í Aspen í Colorado í gær eftir slæma lendingu í keppni á X-leikunum. Halldór reyndi stökk með þreföldum snúningi í síðustu tilraun sinni og virtist ætla að taka mikla áhættu. „Hann lenti á gagnauganu blessaður. Þetta skeður," sagði móðir Halldórs, Kristín S. Eiríksdóttir. Hún viðurkennir að hún og faðir Halldórs séu orðin ýmsu vön enda hættuleg stökk daglegt brauð hjá syni þeirra.Halldór virtist hress á myndunum sem hann setti á netið í gær.„Jú jú. Ég segi samt ekki að manni sé sama," segir Kristín og hlær. Halldór missti meðvitund við lendinguna en komst fljótt til meðvitundar á ný. Hann var fluttur á brott á sjúkrabörum en lyfti fingri til marks um að í lagi væri með hann. „Hann hringdi í mig í gær og hann er kominn út (af sjúkrahúsinu)," segir Kristín. „Hann er í lagi en má ekkert gera í hálfan mánuð segja þeir. Á að taka því rólega. Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður. Hann fékk heilahristing en braut ekki neitt. Svo var hann meiddur í hálsi fyrir og þeir sáu gömlu meiðslin. Þeir sáu að það var ekki í lagi með hálsinn á honum. Þess vegna settu þeir þetta á hann," segir Kristín. Þar vísar hún í hálskragann sem Halldór skartar á mynd sem hann dreifði til aðdáenda sinna á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53