"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 11:26 Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar, segir son sinn þurfa að taka því rólega í hálfan mánuð. Halldór var fluttur á sjúkrahús í Aspen í Colorado í gær eftir slæma lendingu í keppni á X-leikunum. Halldór reyndi stökk með þreföldum snúningi í síðustu tilraun sinni og virtist ætla að taka mikla áhættu. „Hann lenti á gagnauganu blessaður. Þetta skeður," sagði móðir Halldórs, Kristín S. Eiríksdóttir. Hún viðurkennir að hún og faðir Halldórs séu orðin ýmsu vön enda hættuleg stökk daglegt brauð hjá syni þeirra.Halldór virtist hress á myndunum sem hann setti á netið í gær.„Jú jú. Ég segi samt ekki að manni sé sama," segir Kristín og hlær. Halldór missti meðvitund við lendinguna en komst fljótt til meðvitundar á ný. Hann var fluttur á brott á sjúkrabörum en lyfti fingri til marks um að í lagi væri með hann. „Hann hringdi í mig í gær og hann er kominn út (af sjúkrahúsinu)," segir Kristín. „Hann er í lagi en má ekkert gera í hálfan mánuð segja þeir. Á að taka því rólega. Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður. Hann fékk heilahristing en braut ekki neitt. Svo var hann meiddur í hálsi fyrir og þeir sáu gömlu meiðslin. Þeir sáu að það var ekki í lagi með hálsinn á honum. Þess vegna settu þeir þetta á hann," segir Kristín. Þar vísar hún í hálskragann sem Halldór skartar á mynd sem hann dreifði til aðdáenda sinna á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter í gærkvöldi. Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar, segir son sinn þurfa að taka því rólega í hálfan mánuð. Halldór var fluttur á sjúkrahús í Aspen í Colorado í gær eftir slæma lendingu í keppni á X-leikunum. Halldór reyndi stökk með þreföldum snúningi í síðustu tilraun sinni og virtist ætla að taka mikla áhættu. „Hann lenti á gagnauganu blessaður. Þetta skeður," sagði móðir Halldórs, Kristín S. Eiríksdóttir. Hún viðurkennir að hún og faðir Halldórs séu orðin ýmsu vön enda hættuleg stökk daglegt brauð hjá syni þeirra.Halldór virtist hress á myndunum sem hann setti á netið í gær.„Jú jú. Ég segi samt ekki að manni sé sama," segir Kristín og hlær. Halldór missti meðvitund við lendinguna en komst fljótt til meðvitundar á ný. Hann var fluttur á brott á sjúkrabörum en lyfti fingri til marks um að í lagi væri með hann. „Hann hringdi í mig í gær og hann er kominn út (af sjúkrahúsinu)," segir Kristín. „Hann er í lagi en má ekkert gera í hálfan mánuð segja þeir. Á að taka því rólega. Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður. Hann fékk heilahristing en braut ekki neitt. Svo var hann meiddur í hálsi fyrir og þeir sáu gömlu meiðslin. Þeir sáu að það var ekki í lagi með hálsinn á honum. Þess vegna settu þeir þetta á hann," segir Kristín. Þar vísar hún í hálskragann sem Halldór skartar á mynd sem hann dreifði til aðdáenda sinna á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53