Alonso verður ekki með í Jerez Birgir Þór Harðarson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Þeir Massa og Alonso deila með sér fyrstu æfingadögum tímabilsins. nordicphotos/afp Fernando Alonso, stjörnuökuþór Ferrari-liðsins, mun ekki taka þátt í fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins í Jerez á Spáni í byrjun febrúar. Felipe Massa og nýráðinn tilraunaökuþór liðsins, Pedro de la Rosa, verða í eldlínunni. Ekið verður dagana 5. til 8. febrúar í Jerez og mun Massa hljóta þann heiður að aka fyrstu þrjá dagana en de la Rosa tekur við síðasta daginn. Alonso verður á hliðarlínunni þar en ekur fyrstu þrjá dagana í Barcelona í lok febrúar. Strax hafa vaknað samsæriskenningar í kjölfar þessa alls og vilja sumir meina að þetta sé skýrt merki um völd Alonso innan Ferrari-liðsins. Hann vilji einfaldlega ekki eyða undirbúningstíma sínum í leiðinlega tilraunahringi sem snúast meira um þreytandi tækniatriði. Aðrir segja að þetta sé fagleg ákvörðun Ferrari-liðsins sem vilji forðast sama vesen og henti þá í fyrra. Meiri líkur eru þó á því að dreifing ökumannanna sé aðeins raunhæf áætlun til að fá sem mest úr hverjum ökuþór fyrir sig. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso, stjörnuökuþór Ferrari-liðsins, mun ekki taka þátt í fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins í Jerez á Spáni í byrjun febrúar. Felipe Massa og nýráðinn tilraunaökuþór liðsins, Pedro de la Rosa, verða í eldlínunni. Ekið verður dagana 5. til 8. febrúar í Jerez og mun Massa hljóta þann heiður að aka fyrstu þrjá dagana en de la Rosa tekur við síðasta daginn. Alonso verður á hliðarlínunni þar en ekur fyrstu þrjá dagana í Barcelona í lok febrúar. Strax hafa vaknað samsæriskenningar í kjölfar þessa alls og vilja sumir meina að þetta sé skýrt merki um völd Alonso innan Ferrari-liðsins. Hann vilji einfaldlega ekki eyða undirbúningstíma sínum í leiðinlega tilraunahringi sem snúast meira um þreytandi tækniatriði. Aðrir segja að þetta sé fagleg ákvörðun Ferrari-liðsins sem vilji forðast sama vesen og henti þá í fyrra. Meiri líkur eru þó á því að dreifing ökumannanna sé aðeins raunhæf áætlun til að fá sem mest úr hverjum ökuþór fyrir sig.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira