Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana Birgir Þór Harðarson skrifar 5. febrúar 2013 19:30 Charles Pic og Giedo van der Garde afhjúpuðu Caterham-bílinn á brautinni í Jerez í dag. nordicphotos/afp Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira