Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf 14. febrúar 2013 10:53 Oscar Pistorius ásamt Reevu Steenkamp nýlega. Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann. Oscar Pistorius Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann.
Oscar Pistorius Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira