Skuldir Aurum Holding niðurfærðar fyrir sölu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2013 11:18 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Mynd/ Stefán. Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérstakur saksóknari lagði meðal annars fram gögn um að hlutafé fyrirtækisins hefði verð fært niður í núll á árunum 2009/2010. Á sama tíma hafi skuldir félagsins einnig verið niðurfærðar verulega, en Vísir er ekki með upplýsingar að hve miklu leyti þær voru niðurfærðar. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna bréfs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara um að Aurum Holding hafi verið selt bandaríska fjárfestingasjóðnum Apollo í fyrra fyrir því sem nemur 36 milljörðum íslenskra króna. Ákæran í Aurum málinu lýtur að sex milljarða króna láni Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á 26% hlut í Aurum Holding, en sérstakur saksóknari telur að hluturinn hafi verið keyptur á yfirverði og áhættunni af láninu hafi allri verið velt yfir á Glitni banka. Sagt hefur verið frá því, meðal annars hér á Vísi að, í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Næsta fyrirtaka í Aurum málinu verður þann 3. apríl næstkomandi. Aurum Holding málið Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérstakur saksóknari lagði meðal annars fram gögn um að hlutafé fyrirtækisins hefði verð fært niður í núll á árunum 2009/2010. Á sama tíma hafi skuldir félagsins einnig verið niðurfærðar verulega, en Vísir er ekki með upplýsingar að hve miklu leyti þær voru niðurfærðar. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna bréfs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara um að Aurum Holding hafi verið selt bandaríska fjárfestingasjóðnum Apollo í fyrra fyrir því sem nemur 36 milljörðum íslenskra króna. Ákæran í Aurum málinu lýtur að sex milljarða króna láni Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á 26% hlut í Aurum Holding, en sérstakur saksóknari telur að hluturinn hafi verið keyptur á yfirverði og áhættunni af láninu hafi allri verið velt yfir á Glitni banka. Sagt hefur verið frá því, meðal annars hér á Vísi að, í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Næsta fyrirtaka í Aurum málinu verður þann 3. apríl næstkomandi.
Aurum Holding málið Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira