Missti auga í F1-árekstri en má nú keyra á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2013 23:00 Maria de Villota. Mynd/Nordic Photos/Getty Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Maria de Villota fékk mikla höfuðáverka og meiddist illa í andlitinu í slysinu en hún er dóttir Emilio de Villota sem keppti í formúlunni á sínum tíma. Hennar formúludagar eru þó taldir. „Þeir gáfu mér leyfi í síðustu viku til að fara að keyra á ný," sagði Maria de Villota við BBC. „Ég er aftur farin að geta metið fjarlægðir vel og mér líður eins og ekkert hafi gerst," sagði De Villota. De Villota er 33 ára gömul en hún viðurkennir þó að hún glími enn við höfuðverk og máttleysi vegna slyssins en hún hefur eytt síðustu sjö mánuðum í endurhæfingu á Spáni. „Til að byrja með var erfitt að gera daglega hluti eins og að grípa lykla eða ná í vatnsglas. Núna gengur allt hinsvegar miklu betur," segir De Villota og bætti við: „Þegar allt er á botninn holft þá er mitt náttúrulega umhverfi í bílnum og ég er ánægðust þar. Ég hef saknað þess að keyra," viðurkenndi Maria de Villota. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Maria de Villota fékk mikla höfuðáverka og meiddist illa í andlitinu í slysinu en hún er dóttir Emilio de Villota sem keppti í formúlunni á sínum tíma. Hennar formúludagar eru þó taldir. „Þeir gáfu mér leyfi í síðustu viku til að fara að keyra á ný," sagði Maria de Villota við BBC. „Ég er aftur farin að geta metið fjarlægðir vel og mér líður eins og ekkert hafi gerst," sagði De Villota. De Villota er 33 ára gömul en hún viðurkennir þó að hún glími enn við höfuðverk og máttleysi vegna slyssins en hún hefur eytt síðustu sjö mánuðum í endurhæfingu á Spáni. „Til að byrja með var erfitt að gera daglega hluti eins og að grípa lykla eða ná í vatnsglas. Núna gengur allt hinsvegar miklu betur," segir De Villota og bætti við: „Þegar allt er á botninn holft þá er mitt náttúrulega umhverfi í bílnum og ég er ánægðust þar. Ég hef saknað þess að keyra," viðurkenndi Maria de Villota.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira