Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 13-16 Benedikt Grétarsson í Mosfellsbæ skrifar 25. febrúar 2013 19:00 Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan. Afturelding var 12-11 yfir þegar tólf mínútur voru eftir en Mosfellingar skoruðu bara einu sinni framhjá Aroni Rafni Eðvarðssyni á lokamínútum leiksins, Haukar unnu síðustu tólf mínúturnar 5-1 og stigu eitt skref nær deildarmeistaratitlinum. Vængbrotið lið Aftureldingar barðist hetjulega gegn toppliði N1-deildarinnar í kvöld þegar Haukar komu í heimsókn en þurftu að lokum að játa sig sigraða, 13-16 í miklum baráttuleik þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Eflaust bjuggust flestir við því að efsta lið deildarinnar myndi rúlla yfir vængbrotið lið Aftureldingar en annað kom á daginn. Mosfellingar mættu til leiks vel stemmdir og spiluðu gríðarlega sterka vörn gegn hægri og fyrirsjáanlegri sókn Hauka. Fyrri hálfleikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu. Liðin gerðu sig sek um mikið af klaufamistökum í sókninni og þau skot sem komust í gegnum vörnina, vörðu markverðirnir. Jafnt var á öllum tölum en líklega verða Haukar að teljast heppnir að fara með jafna stöðu inn í leikhléið, 7-7. Heimamenn voru að spila mun betur en voru óheppnir með skot sín, sem fóru ansi oft í tréverkið. Reyndir leikmenn Hauka virkuðu áhugalitlir og barátta Aftureldingar virtist koma þeim í opna skjöldu. Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, fór hamförum í fyrri hálfleik og varði 11 af 18 skotum sem rötuðu á markið. Það gerir 61% markvörslu, sem eru sjaldgæfar tölur í handbolta. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri. Sóknarleikur beggja liða var hreinlega pínlegur á að horfa og leikmenn gerðu sig seka um mjög barnaleg mistök. Varnarleikurinn var áfram í fyrirrúmi og markverðirnir héldu uppteknum hætti. Afturelding virtist vera að ná þéttingsföstu hreðjataki á slökum Haukum þegar um 13 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust yfir með laglegu marki Hilmars Stefánssonar, 12-11 og öll stemming var þeirra megin. Reynsluleysi Mosfellinga skein hins vegar í gegn á lokakaflanum, þegar þeir glutruðu bltanum ítrekað í hendurnar á Haukum. Haukaliðið þakkaði óvæntan séns, vann lokakaflann 5-1 og vann að lokum þriggja marka sigur í þessum skrýtna handboltaleik, 13-16. Haukar eru í nokkurri lægð þessa dagana og sóknarleikur liðsins var skelfilegur í kvöld. Þó ber að hrósa varnarleik liðsins og Aron Rafn spilaði virkilega vel í markinu. Haukar verð engu að síður að fara í naflaskoðun fyrir næsta leik. Aron: Slakur handboltaleikurLandsliðs- og Haukaþjálfarinn hristi höfuðið eftir leik. „Þetta var einfaldlega slakur handboltaleikur. Vörnin og markvarslan var reyndar í góðu standi allan leikinn en við verðum að fara að fá meira frá skyttunum okkar í næstu leikjum." „Ég var svolítið hræddur við að menn myndu mæta værukærir í leikinn, sérstaklega eftir að þeir steinlágu í síðasta leik og sakna lykilmanna. Mér fannst vera fínn uppgangur í okkar sóknarleik í síðasta leik okkar gegn Akureyri en svo erum við út á þekju sóknarlega í kvöld." Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka og hefur nú spilað þrjá góða leiki í röð. „Aron verður einfaldlega að sýna stöðugleika ef hann ætlar sér eitthvað lengra með sinn feril. Menn verða ekki landsliðs- og atvinnumenn ef stöðugleikinn er ekki til staðar. Hann er búinn að spila vel í síðustu leikjum og það er virkilega ánægjulegt," sagði Aron. Reynir: Miklu betra hjá okkur en síðast.Markatala leiksins var í furðulegra lagi og Reynir Reynisson, þjálfari Aftureldingar, hafði orð á því beint eftir leik. „Þetta var pínu skrýtið allt saman og þetta voru bara eins og hálfleikstölur. Það var samt allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik og ég er ánægður með það.“ „Það vantaði smá klókindi og skynsemi í okkur undir lokin og svo var Aron Rafn að verja ansi vel í markinu hjá þeim.Þetta er stundum stöngin út og það var því miður þannig hjá okkur í dag. Ég verð samt að fá að hrósa mínum leikmönnum fyrir að rífa sig upp eftir útreiðina í Safamýri. Það er erfiðara en menn halda að rífa sig upp andlega eftir 19 marka tap,“ sagði Reynir að lokum. Elías Már: Vinnum aldrei HK með svona frammistöðuElías Már Halldórsson, hornamaður og skytta Hauka, var sammála því að leikurinn hafi verið frekar slakur. „Þessar lokatölur eru eins og eitthvað sem við sjáum í sjötta flokki. Þetta var bara rosalega dapurt og við spiluðum skelfilegan sóknarleik. Það vantar alla greddu í okkur og það er alveg sama hvert þú lítur í liðinu, menn eru bara á hælunum. Við tökum eitt skref fram á við gegn Akureyri en þrjú til baka í þessum leik“ Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, njósnaði um Haukana í kvöld og Elías er ekki í nokkrum vafa að Kristinn hafi verið sáttur við það sem hann sá. „Við vinnum aldrei HK með svona spilamennsku, það er nokkuð ljóst. Ef Kiddi fær svona frammistöðu á fimmtudaginn, þá er hann í góðum málum,“ sagði Elías brosandi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan. Afturelding var 12-11 yfir þegar tólf mínútur voru eftir en Mosfellingar skoruðu bara einu sinni framhjá Aroni Rafni Eðvarðssyni á lokamínútum leiksins, Haukar unnu síðustu tólf mínúturnar 5-1 og stigu eitt skref nær deildarmeistaratitlinum. Vængbrotið lið Aftureldingar barðist hetjulega gegn toppliði N1-deildarinnar í kvöld þegar Haukar komu í heimsókn en þurftu að lokum að játa sig sigraða, 13-16 í miklum baráttuleik þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Eflaust bjuggust flestir við því að efsta lið deildarinnar myndi rúlla yfir vængbrotið lið Aftureldingar en annað kom á daginn. Mosfellingar mættu til leiks vel stemmdir og spiluðu gríðarlega sterka vörn gegn hægri og fyrirsjáanlegri sókn Hauka. Fyrri hálfleikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu. Liðin gerðu sig sek um mikið af klaufamistökum í sókninni og þau skot sem komust í gegnum vörnina, vörðu markverðirnir. Jafnt var á öllum tölum en líklega verða Haukar að teljast heppnir að fara með jafna stöðu inn í leikhléið, 7-7. Heimamenn voru að spila mun betur en voru óheppnir með skot sín, sem fóru ansi oft í tréverkið. Reyndir leikmenn Hauka virkuðu áhugalitlir og barátta Aftureldingar virtist koma þeim í opna skjöldu. Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, fór hamförum í fyrri hálfleik og varði 11 af 18 skotum sem rötuðu á markið. Það gerir 61% markvörslu, sem eru sjaldgæfar tölur í handbolta. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri. Sóknarleikur beggja liða var hreinlega pínlegur á að horfa og leikmenn gerðu sig seka um mjög barnaleg mistök. Varnarleikurinn var áfram í fyrirrúmi og markverðirnir héldu uppteknum hætti. Afturelding virtist vera að ná þéttingsföstu hreðjataki á slökum Haukum þegar um 13 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust yfir með laglegu marki Hilmars Stefánssonar, 12-11 og öll stemming var þeirra megin. Reynsluleysi Mosfellinga skein hins vegar í gegn á lokakaflanum, þegar þeir glutruðu bltanum ítrekað í hendurnar á Haukum. Haukaliðið þakkaði óvæntan séns, vann lokakaflann 5-1 og vann að lokum þriggja marka sigur í þessum skrýtna handboltaleik, 13-16. Haukar eru í nokkurri lægð þessa dagana og sóknarleikur liðsins var skelfilegur í kvöld. Þó ber að hrósa varnarleik liðsins og Aron Rafn spilaði virkilega vel í markinu. Haukar verð engu að síður að fara í naflaskoðun fyrir næsta leik. Aron: Slakur handboltaleikurLandsliðs- og Haukaþjálfarinn hristi höfuðið eftir leik. „Þetta var einfaldlega slakur handboltaleikur. Vörnin og markvarslan var reyndar í góðu standi allan leikinn en við verðum að fara að fá meira frá skyttunum okkar í næstu leikjum." „Ég var svolítið hræddur við að menn myndu mæta værukærir í leikinn, sérstaklega eftir að þeir steinlágu í síðasta leik og sakna lykilmanna. Mér fannst vera fínn uppgangur í okkar sóknarleik í síðasta leik okkar gegn Akureyri en svo erum við út á þekju sóknarlega í kvöld." Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka og hefur nú spilað þrjá góða leiki í röð. „Aron verður einfaldlega að sýna stöðugleika ef hann ætlar sér eitthvað lengra með sinn feril. Menn verða ekki landsliðs- og atvinnumenn ef stöðugleikinn er ekki til staðar. Hann er búinn að spila vel í síðustu leikjum og það er virkilega ánægjulegt," sagði Aron. Reynir: Miklu betra hjá okkur en síðast.Markatala leiksins var í furðulegra lagi og Reynir Reynisson, þjálfari Aftureldingar, hafði orð á því beint eftir leik. „Þetta var pínu skrýtið allt saman og þetta voru bara eins og hálfleikstölur. Það var samt allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik og ég er ánægður með það.“ „Það vantaði smá klókindi og skynsemi í okkur undir lokin og svo var Aron Rafn að verja ansi vel í markinu hjá þeim.Þetta er stundum stöngin út og það var því miður þannig hjá okkur í dag. Ég verð samt að fá að hrósa mínum leikmönnum fyrir að rífa sig upp eftir útreiðina í Safamýri. Það er erfiðara en menn halda að rífa sig upp andlega eftir 19 marka tap,“ sagði Reynir að lokum. Elías Már: Vinnum aldrei HK með svona frammistöðuElías Már Halldórsson, hornamaður og skytta Hauka, var sammála því að leikurinn hafi verið frekar slakur. „Þessar lokatölur eru eins og eitthvað sem við sjáum í sjötta flokki. Þetta var bara rosalega dapurt og við spiluðum skelfilegan sóknarleik. Það vantar alla greddu í okkur og það er alveg sama hvert þú lítur í liðinu, menn eru bara á hælunum. Við tökum eitt skref fram á við gegn Akureyri en þrjú til baka í þessum leik“ Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, njósnaði um Haukana í kvöld og Elías er ekki í nokkrum vafa að Kristinn hafi verið sáttur við það sem hann sá. „Við vinnum aldrei HK með svona spilamennsku, það er nokkuð ljóst. Ef Kiddi fær svona frammistöðu á fimmtudaginn, þá er hann í góðum málum,“ sagði Elías brosandi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira