Ofbeldi er skemmtilegt ef það er í plati 21. febrúar 2013 16:30 Leikhópurinn Sticks and Stones samanstendur af leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og senógrafernum Lisa Hjalmarson frá Svíþjóð. Undanfarna tvo mánuði hafa meðlimir leikhópsins Sticks and Stones velt fyrir sér spurningum um ofbeldi, ásamt því að dunda sér við að deyja og drepa hvorn annan á sviðinu. Á morgun frumsýnir hópurinn sýninguna Punch í rými Leikfélags Akureyrar. Það fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. „Ofbeldi er hræðilegt, hver sem birtingamynd þess er," segir Tryggvi Gunnarsson leikstjóri. „En samt höfum við ótrúlega gaman af því, ef það er allt í plati. Og okkur finnst ekki síðra að fá að framkvæma það á sviðinu. En hvenær gengur leikurinn of langt? Við reynum að komast að því hvar mörkin liggja." Punch byggir á aldagamla leikritinu „Sorglega gamansagan eða gamansama sorgarsagan af Punch og Judy". Söguþráðurinn þess er einfaldlega sá að Punch drepur alla þá sem á vegi hans verða. Hann hefst handa á eigin barni, og endar á því að drepa sjálfan djöfulinn. „Þetta er ekki falleg saga, það er óhætt að segja það. Og ótrúlegt að upprunalega var Punch ætlaður börnum," segir Tryggvi. „En við förum aðra leið og þó við veljum að sýna ofbeldið á ögn nýstárlegri hátt er sýningin alls ekki ætluð ungum og óhörnuðum." Leikhópurinn Sticks and Stones samanstendur af leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og senógrafernum Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. „Verkið er á ensku, enda höfum við öll mismunandi móðurmál," segir Tryggvi. „En það tala allir sama tungumálið er kemur að ofbeldi. Þar að auki höfum við valið sjónræna nálgun á viðfangsefnið, enda miklu skemmtilegra að horfa á ofbeldi en bara tala um það." Sýningar verða á Akureyri helgina 22. til 24. febrúar og svo í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi 28. til 4. mars. Sýningar verða þar að auki í Noregi og Danmörku í sumar. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Undanfarna tvo mánuði hafa meðlimir leikhópsins Sticks and Stones velt fyrir sér spurningum um ofbeldi, ásamt því að dunda sér við að deyja og drepa hvorn annan á sviðinu. Á morgun frumsýnir hópurinn sýninguna Punch í rými Leikfélags Akureyrar. Það fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. „Ofbeldi er hræðilegt, hver sem birtingamynd þess er," segir Tryggvi Gunnarsson leikstjóri. „En samt höfum við ótrúlega gaman af því, ef það er allt í plati. Og okkur finnst ekki síðra að fá að framkvæma það á sviðinu. En hvenær gengur leikurinn of langt? Við reynum að komast að því hvar mörkin liggja." Punch byggir á aldagamla leikritinu „Sorglega gamansagan eða gamansama sorgarsagan af Punch og Judy". Söguþráðurinn þess er einfaldlega sá að Punch drepur alla þá sem á vegi hans verða. Hann hefst handa á eigin barni, og endar á því að drepa sjálfan djöfulinn. „Þetta er ekki falleg saga, það er óhætt að segja það. Og ótrúlegt að upprunalega var Punch ætlaður börnum," segir Tryggvi. „En við förum aðra leið og þó við veljum að sýna ofbeldið á ögn nýstárlegri hátt er sýningin alls ekki ætluð ungum og óhörnuðum." Leikhópurinn Sticks and Stones samanstendur af leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og senógrafernum Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. „Verkið er á ensku, enda höfum við öll mismunandi móðurmál," segir Tryggvi. „En það tala allir sama tungumálið er kemur að ofbeldi. Þar að auki höfum við valið sjónræna nálgun á viðfangsefnið, enda miklu skemmtilegra að horfa á ofbeldi en bara tala um það." Sýningar verða á Akureyri helgina 22. til 24. febrúar og svo í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi 28. til 4. mars. Sýningar verða þar að auki í Noregi og Danmörku í sumar.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira