Dagur þrjú á enda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 14:39 Mikið gekk á í dómssalnum í dag. Mynd/AFP Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18
Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58
Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00