Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 26-26 Sigmar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2013 14:27 Mynd/Valli Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn. Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn.
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira