Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24 Elvar Geir Magnússon skrifar 21. febrúar 2013 14:23 Mynd/Valli Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin." Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin."
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira