Afsökunarbeiðni krafist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 14:23 Myndir/Sport.is/Hilmar Þór Guðmundsson Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var þá ýtt af velli af Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, eftir að leiknum lauk en Daníel ætlaði að mynda fögnuð ÍR-inga. Fjallað var um málið á Vísi í gær en formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, Rakel Ósk Sigurðardóttir, sagði þá framkomu starfsmanns Rúv til skammar. Stjórnin fer fram á í yfirlýsingu sinni að Daníel verði beðinn afsökunar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nýjar reglur hafi verið í gildi fyrir fjölmiðlafólk, þar með talið ljósmyndara, á leikjum helgarinnar í bikarkeppni HSÍ. Þær reglur voru þó ekki kynntar fyrir ljósmyndadeild né heldur íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis.Yfirlýsingin í heild sinni: „Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna." Handbolti Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03 Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var þá ýtt af velli af Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, eftir að leiknum lauk en Daníel ætlaði að mynda fögnuð ÍR-inga. Fjallað var um málið á Vísi í gær en formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, Rakel Ósk Sigurðardóttir, sagði þá framkomu starfsmanns Rúv til skammar. Stjórnin fer fram á í yfirlýsingu sinni að Daníel verði beðinn afsökunar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nýjar reglur hafi verið í gildi fyrir fjölmiðlafólk, þar með talið ljósmyndara, á leikjum helgarinnar í bikarkeppni HSÍ. Þær reglur voru þó ekki kynntar fyrir ljósmyndadeild né heldur íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis.Yfirlýsingin í heild sinni: „Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna."
Handbolti Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03 Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53
Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39
Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03