Körfubolti

Haukar tryggðu sér sæti í Dominos-deildinni

Emil Barja.
Emil Barja. Mynd/Anton
Haukar endurheimtu sæti sitt í úrvalsdeild karla eftir 28 stiga sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld, 98-70. Haukar tryggðu sér þar með efsta sætið í 1. deildinni en það sæti skilar sæti í Dominos-deildinni á næsta tímabili.

Liðin í 2. til 5. sæti 1.deildarinnar fara í úrslitakeppni um hitt lausa sætið en sigurvegarinn þar og Haukar taka sæti Tindastóls og Fjölnis sem féllu úr úrvalsdeildinni á dögunum.

Haukar unnu tíu síðustu leiki sína í deildinni en Ívar Ásgrímsson hefur gert flotta hluti með liðinu síðan að hann tók við í desember.

Terrence Watson skoraði 22 stig fyrir Hauka í kvöld, Emil Barja var með 14 stig, Þorsteinn Finnbogason bætti við 13 stigum og þeir Davíð Páll Hermannsson og Helgi Björn Einarsson skoruðu báðir 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×