Handbolti

HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Mynd/Valli
HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir.

HK-ingar eiga ennfremur enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni því liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir ÍR og með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna. ÍR heimsækir Fram í lokaumferðinni en HK fær Akureyri í heimsókn.

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir HK og Tandri Már Konráðsson var með sex mörk. Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson skoruðu báðir sex mörk fyrir ÍR.

HK-ingar byrjuðu frábærlega í kvöld og skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins. Þeir voru síðan 12-10 yfir í hálfleik. HK var skrefinu á undan í seinni hálfleik og sigurinn var nokkuð sannfærandi.



ÍR - HK 22-26 (10-12)

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 6, Ingimundur Ingimundarson 6, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Guðni Már Kristinsson 2, Davíð Georgsson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1.

Mörk HK: Bjarki Már Elísson 7, Tandri Már Konráðsson 6, Bjarki Már Gunnarsson 3, Jóhann Karl Reynisson 2, Daníel Berg Grétarsson 2, Ólafur Víðir Ólafsson 2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Daníel Örn Einarsson 1, Garðar Svansson 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×