Räikkönen segir sigurinn engu breyta Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 17:30 Kimi er rólegur fyrir kappaksturinn um helgina. Hann segist engu breyta eftir sigurinn síðustu helgi. Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Finnanum tókst að vinna mótið í Ástralíu eftir að hafa farið betur með dekkin en keppinautar sínir. Þannig tókst honum að stoppa aðeins tvisvar til þess að sækja sér ný dekk og hafði yfirhöndina á brautinni fyrir vikið. Lotus-liðið telur Sepang-brautina í Malasíu jafnvel henta keppnisbíl sínum betur en brautin í Melbourne. Einnig hefur bíllinn verið uppfærður, pústið hefur verið tekið í gegn og yfirbyggingin. Lotus telur sig því vera sigurstranlega í næstu keppni. Þegar blaðamaður Autosport spurði hann hvernig væri að vera sá sem allir þyrftu að skáka í Malasíu sagði Räikkönen sig ekki vera eiginlegt skotmark. „Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi þessa helgina heldur en við höfum gert síðastliðið ár." Ísmaðurinn segir það ekki breyta neinu hvort hann sé fremstur eða aftastur, keppnin fari alltaf fram og maður þurfi alltaf að klára. „Það skiptir því engu hvort við erum fremstir um þessa helgi eða einhverja aðra." „Við munum gera okkar besta og vonandi krækjum við í stig," sagði Kimi. Spurður um aðstæðurnar í Malasíu sagði hann: „Ég hef ekki gaman af hitanum og rakanum hér en brautin er fín. Við vitum samt hvernig þetta er hér í Malasíu og yfirleitt náum við góðum úrslitum." Formúla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Finnanum tókst að vinna mótið í Ástralíu eftir að hafa farið betur með dekkin en keppinautar sínir. Þannig tókst honum að stoppa aðeins tvisvar til þess að sækja sér ný dekk og hafði yfirhöndina á brautinni fyrir vikið. Lotus-liðið telur Sepang-brautina í Malasíu jafnvel henta keppnisbíl sínum betur en brautin í Melbourne. Einnig hefur bíllinn verið uppfærður, pústið hefur verið tekið í gegn og yfirbyggingin. Lotus telur sig því vera sigurstranlega í næstu keppni. Þegar blaðamaður Autosport spurði hann hvernig væri að vera sá sem allir þyrftu að skáka í Malasíu sagði Räikkönen sig ekki vera eiginlegt skotmark. „Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi þessa helgina heldur en við höfum gert síðastliðið ár." Ísmaðurinn segir það ekki breyta neinu hvort hann sé fremstur eða aftastur, keppnin fari alltaf fram og maður þurfi alltaf að klára. „Það skiptir því engu hvort við erum fremstir um þessa helgi eða einhverja aðra." „Við munum gera okkar besta og vonandi krækjum við í stig," sagði Kimi. Spurður um aðstæðurnar í Malasíu sagði hann: „Ég hef ekki gaman af hitanum og rakanum hér en brautin er fín. Við vitum samt hvernig þetta er hér í Malasíu og yfirleitt náum við góðum úrslitum."
Formúla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira