Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 102-86 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 21. mars 2013 18:15 Stjarnan vann Keflavík, 102-86, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Ásgarði. Þetta var fyrsti leikur liðanna í einvíginu en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Jovan Zdravevski, Justin Shouse og Jarrid Frye voru allir frábærir í liði Stjörnunnar og leiddu lið sitt til sigurs. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru greinilega klárir í slaginn. Varnarleikur gestanna var frábær í fyrst leikhlutanum og sóknarleikurinn gekk vel fyrir sig. Stjörnumenn voru aftur á móti staðir og alls ekki í takt við leikinn. Þegar leið á fyrsta leikhlutann fóru heimamenn að sækja í sig veðrið og var staðan 30-21 Keflvíkingum í vil eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar komið var fram í annan leikhluta þá fóru leikar að æsast. Keflvíkingar voru sterkari til að byrja með í leikhlutanum en Stjörnumenn unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Fljótlega voru þeir komnir framúr Keflvíkingum og með forystuna. Jarrid Frye var frábær fyrir Stjörnuna í öðrum leikhluta og Marvin Valdimarsson kom inn af bekknum með ákveðna stemmningu með sér. Stjarnan leiddi í hálfleik 54-50. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku við forskot sitt hægt og rólega. Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum og setti hvert stigið á fætur öðru. Jovan hafði gert 20 stig eftir þriðja leikhlutann. Keflvíkingar voru virkilega ósáttir við dómaratríóið í síðari hálfleiknum og létu þá ítrekað heyra það. Mikil orka fór í mótmælin og bitnaði það á spilamennsku gestanna. Staðan var 79-67 fyrir heimamenn fyrir loka leikhlutann. Í fjórða leikhlutanum var í raun aðeins eitt lið á vellinum og Stjörnumenn kafsigldu Keflvíkingana á lokasprettinum. Liðið náði mest 19 stiga forystu 99-80 og gerðu þá útum leikinn. Keflvíkingar missti hausinn í síðari hálfleiknum og létu dómarana fara allt of mikið í skapið á þeim. Niðurstaðan sanngjarn sigur Stjörnunnar, 102-86, sem leiðir einvígið 1-0. Sigurður: Þeir fengu að brjóta á okkur að vild„Mér líður ágætlega eftir þennan leik," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir þennan leik. „Það var ýmislegt sem við vorum að gera vel í þessum leik og ef við hefðum verið aðeins þolinmóðari hefði þetta getað farið á annan veg." „Við lentum síðan í töluverðum vandræðum í þriðja leikhluta þar sem við virtumst ekki geta fengið villa dæmda á meðan það var nánast dæmt á allt sem mitt lið gerði. Á tímabili var held ég 15-4 í villum og við vorum alls ekki að spila grófa vörn. Það er virkilega erfitt að spila við slíkar aðstæður og mitt lið bugast við þetta, því miður." „Við komust illa að þeirra körfu og náðum ekki að nota stóru mennina okkar, þeir komst einfaldlega bara upp með að brjóta á okkur." „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið og við tökum vel á móti þeim á okkar heimavelli," sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur: Höfum verið að vinna stórt að undanförnu„Þetta var aldrei spurning undir lokin," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið nokkuð gott að undanförnu og við erum búnir að vera vinna okkar leiki nokkuð örugglega trekk í trekk síðustu leik. Þetta finnst mér vera ákveðið þroska og styrkleikamerki." „Við erum með rosalega marga svona X-factora í okkar liði sem geta tekið af skarið. Við byrjuðum hörmulega í kvöld en strákarnir héldu bara áfram. Jarrid Frye var eini maðurinn sem var tilbúinn og þurfti í raun að skjóta og taka fráköstin til að byrja mér." „Þegar aðrir leikmenn vöknuðu í kringum hann þá fannst mér þetta aldrei vera spurning. Við getum aftur á móti bætt helling fyrir næsta leik. Þurfum að auka hraðann og bæta vítanýtingu okkar. Við erum eitt besta vítaskotslið á Íslandi og þurfum að nýta okkur það," sagði Teitur eftir leikinn.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Stjarnan-Keflavík 102-86 (54-50)Stjarnan: Jarrid Frye 25/13 fráköst, Jovan Zdravevski 24/4 fráköst, Justin Shouse 19/10 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 10, Dagur Kár Jónsson 3, Fannar Freyr Helgason 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.Keflavík: Michael Craion 23/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst, Billy Baptist 10/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 2. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld: Leik lokið: Stjarnan vann öruggan sigur 102-86.4. leikhluti: Þetta er í raun búið. Staðan er 100-80 og 2 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta verður erfitt fyrir Keflavík núna staðan er 94-80 fyrir Stjörnuna og 2:50 á klukkunni.4. leikhluti: Þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir að leiknum er staðan 86-74 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar verða að koma með gott áhlaup núna til að eiga möguleika.4. leikhluti: Brian Mills með aðra risatroðslu í loftinu. Þvílíkur stökkkraftur sem þessi strákur hefur. Staðan er 83-71,3. leikhluti: Staðan fyrir loka leikhlutann er 79-67.3. leikhluti: Staðan er orðin 79-63 og Stjörnumenn komnir með frábæra stöðu. Keflvíkingar eru allt annað en ánægðir með dómara leiksins og láta þá verulega heyra það. Þeir hafa í raun verið ósáttir allan síðari hálfleikinn.3. leikhluti: Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, með frábæran þrist og kemur Stjörnunni í 70-58.3. leikhluti: Sjö stigum munar nú á liðunum þegar þriðji leikhlutinn er hálfnaður 65-58.3. leikhluti: Frye heldur áfram að leika vel og staðan er orðin 59-50 fyrir heimamenn. Þeir eru mættir til leiks og það með látum.2. leikhluti: Jæja þá er kominn hálfleikur í þessum frábæra körfuboltaleik. Staðan er 54-50 fyrir Stjörnuna.2. leikhluti: Stórbrotinn troðsla hjá Brian Mills, leikmanni Stjörnunnar, og allt verður vitlaust. Staðan 52-48 fyrir heimamenn.2. leikhluti: Stjarnan er komin yfir og staðan er 47-43. Jarrid Frye fer á kostum hér og er kominn með 16 stig.2. leikhluti: Mikið barist hér í Stjörnuheimilinu og stundum við það að sjóða uppúr. Þetta er samt sem áður frábær körfuboltaleikur og mikil skemmtun. Það er komin spenna í leikinn og staðan er 43-40 fyrir Keflavík.2. leikhluti: Jarrid Frye er að koma sterkur inn hjá Stjörnunni og hefur gert 11 stig. Staðan er orðin 35-39 fyrir gestina.2. leikhluti: Keflvíkingar byrja leikhlutann vel og leiða með ellefu stigum, 37-26.2. leikhluti: Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, er komin inná en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann er frábær leikmaður og ætti að styrkja liðið umtalsvert.1. leikhluti: Jæja Stjörnumenn komu til baka undir lokin og er staðan 3-21 eftir fyrsta leikhlutann.1. leikhluti: Sóknarleikur beggja liða er að batna mikið og heimamenn að komast í takt við leikinn. Staðan er 25-17 fyrir Keflvík þegar 2 mínútur eru eftir að fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Það gengur voðalega lítið upp hjá heimamönnum og erfitt að koma boltanum ofan í körfuna.1. leikhluti: Stjörnumenn eru alls ekki að ráð við varnarleik Keflvíkinga og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlé. Staðan er orðin 15-6.1. leikhluti: Keflvíkingar sterkir og eru að sýna sérstaklega góðan varnarleik. Staðan er 11-4 fyrir gestunum.1. leikhluti: Þetta byrjar með látum og menn eru að láta finna fyrir sér. Staðan er 4-4.Fyrir leik: Jæja þá er komið að því, leikurinn er að fara í gang. Stemmninginn er frábær í Garðabænum og nánast fullt hús.Mynd/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjarnan vann Keflavík, 102-86, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Ásgarði. Þetta var fyrsti leikur liðanna í einvíginu en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Jovan Zdravevski, Justin Shouse og Jarrid Frye voru allir frábærir í liði Stjörnunnar og leiddu lið sitt til sigurs. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru greinilega klárir í slaginn. Varnarleikur gestanna var frábær í fyrst leikhlutanum og sóknarleikurinn gekk vel fyrir sig. Stjörnumenn voru aftur á móti staðir og alls ekki í takt við leikinn. Þegar leið á fyrsta leikhlutann fóru heimamenn að sækja í sig veðrið og var staðan 30-21 Keflvíkingum í vil eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar komið var fram í annan leikhluta þá fóru leikar að æsast. Keflvíkingar voru sterkari til að byrja með í leikhlutanum en Stjörnumenn unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Fljótlega voru þeir komnir framúr Keflvíkingum og með forystuna. Jarrid Frye var frábær fyrir Stjörnuna í öðrum leikhluta og Marvin Valdimarsson kom inn af bekknum með ákveðna stemmningu með sér. Stjarnan leiddi í hálfleik 54-50. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku við forskot sitt hægt og rólega. Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum og setti hvert stigið á fætur öðru. Jovan hafði gert 20 stig eftir þriðja leikhlutann. Keflvíkingar voru virkilega ósáttir við dómaratríóið í síðari hálfleiknum og létu þá ítrekað heyra það. Mikil orka fór í mótmælin og bitnaði það á spilamennsku gestanna. Staðan var 79-67 fyrir heimamenn fyrir loka leikhlutann. Í fjórða leikhlutanum var í raun aðeins eitt lið á vellinum og Stjörnumenn kafsigldu Keflvíkingana á lokasprettinum. Liðið náði mest 19 stiga forystu 99-80 og gerðu þá útum leikinn. Keflvíkingar missti hausinn í síðari hálfleiknum og létu dómarana fara allt of mikið í skapið á þeim. Niðurstaðan sanngjarn sigur Stjörnunnar, 102-86, sem leiðir einvígið 1-0. Sigurður: Þeir fengu að brjóta á okkur að vild„Mér líður ágætlega eftir þennan leik," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir þennan leik. „Það var ýmislegt sem við vorum að gera vel í þessum leik og ef við hefðum verið aðeins þolinmóðari hefði þetta getað farið á annan veg." „Við lentum síðan í töluverðum vandræðum í þriðja leikhluta þar sem við virtumst ekki geta fengið villa dæmda á meðan það var nánast dæmt á allt sem mitt lið gerði. Á tímabili var held ég 15-4 í villum og við vorum alls ekki að spila grófa vörn. Það er virkilega erfitt að spila við slíkar aðstæður og mitt lið bugast við þetta, því miður." „Við komust illa að þeirra körfu og náðum ekki að nota stóru mennina okkar, þeir komst einfaldlega bara upp með að brjóta á okkur." „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið og við tökum vel á móti þeim á okkar heimavelli," sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur: Höfum verið að vinna stórt að undanförnu„Þetta var aldrei spurning undir lokin," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið nokkuð gott að undanförnu og við erum búnir að vera vinna okkar leiki nokkuð örugglega trekk í trekk síðustu leik. Þetta finnst mér vera ákveðið þroska og styrkleikamerki." „Við erum með rosalega marga svona X-factora í okkar liði sem geta tekið af skarið. Við byrjuðum hörmulega í kvöld en strákarnir héldu bara áfram. Jarrid Frye var eini maðurinn sem var tilbúinn og þurfti í raun að skjóta og taka fráköstin til að byrja mér." „Þegar aðrir leikmenn vöknuðu í kringum hann þá fannst mér þetta aldrei vera spurning. Við getum aftur á móti bætt helling fyrir næsta leik. Þurfum að auka hraðann og bæta vítanýtingu okkar. Við erum eitt besta vítaskotslið á Íslandi og þurfum að nýta okkur það," sagði Teitur eftir leikinn.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Stjarnan-Keflavík 102-86 (54-50)Stjarnan: Jarrid Frye 25/13 fráköst, Jovan Zdravevski 24/4 fráköst, Justin Shouse 19/10 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 10, Dagur Kár Jónsson 3, Fannar Freyr Helgason 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.Keflavík: Michael Craion 23/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst, Billy Baptist 10/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 2. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld: Leik lokið: Stjarnan vann öruggan sigur 102-86.4. leikhluti: Þetta er í raun búið. Staðan er 100-80 og 2 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta verður erfitt fyrir Keflavík núna staðan er 94-80 fyrir Stjörnuna og 2:50 á klukkunni.4. leikhluti: Þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir að leiknum er staðan 86-74 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar verða að koma með gott áhlaup núna til að eiga möguleika.4. leikhluti: Brian Mills með aðra risatroðslu í loftinu. Þvílíkur stökkkraftur sem þessi strákur hefur. Staðan er 83-71,3. leikhluti: Staðan fyrir loka leikhlutann er 79-67.3. leikhluti: Staðan er orðin 79-63 og Stjörnumenn komnir með frábæra stöðu. Keflvíkingar eru allt annað en ánægðir með dómara leiksins og láta þá verulega heyra það. Þeir hafa í raun verið ósáttir allan síðari hálfleikinn.3. leikhluti: Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, með frábæran þrist og kemur Stjörnunni í 70-58.3. leikhluti: Sjö stigum munar nú á liðunum þegar þriðji leikhlutinn er hálfnaður 65-58.3. leikhluti: Frye heldur áfram að leika vel og staðan er orðin 59-50 fyrir heimamenn. Þeir eru mættir til leiks og það með látum.2. leikhluti: Jæja þá er kominn hálfleikur í þessum frábæra körfuboltaleik. Staðan er 54-50 fyrir Stjörnuna.2. leikhluti: Stórbrotinn troðsla hjá Brian Mills, leikmanni Stjörnunnar, og allt verður vitlaust. Staðan 52-48 fyrir heimamenn.2. leikhluti: Stjarnan er komin yfir og staðan er 47-43. Jarrid Frye fer á kostum hér og er kominn með 16 stig.2. leikhluti: Mikið barist hér í Stjörnuheimilinu og stundum við það að sjóða uppúr. Þetta er samt sem áður frábær körfuboltaleikur og mikil skemmtun. Það er komin spenna í leikinn og staðan er 43-40 fyrir Keflavík.2. leikhluti: Jarrid Frye er að koma sterkur inn hjá Stjörnunni og hefur gert 11 stig. Staðan er orðin 35-39 fyrir gestina.2. leikhluti: Keflvíkingar byrja leikhlutann vel og leiða með ellefu stigum, 37-26.2. leikhluti: Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, er komin inná en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann er frábær leikmaður og ætti að styrkja liðið umtalsvert.1. leikhluti: Jæja Stjörnumenn komu til baka undir lokin og er staðan 3-21 eftir fyrsta leikhlutann.1. leikhluti: Sóknarleikur beggja liða er að batna mikið og heimamenn að komast í takt við leikinn. Staðan er 25-17 fyrir Keflvík þegar 2 mínútur eru eftir að fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Það gengur voðalega lítið upp hjá heimamönnum og erfitt að koma boltanum ofan í körfuna.1. leikhluti: Stjörnumenn eru alls ekki að ráð við varnarleik Keflvíkinga og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlé. Staðan er orðin 15-6.1. leikhluti: Keflvíkingar sterkir og eru að sýna sérstaklega góðan varnarleik. Staðan er 11-4 fyrir gestunum.1. leikhluti: Þetta byrjar með látum og menn eru að láta finna fyrir sér. Staðan er 4-4.Fyrir leik: Jæja þá er komið að því, leikurinn er að fara í gang. Stemmninginn er frábær í Garðabænum og nánast fullt hús.Mynd/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira