Rosberg vill rigningu í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 16:00 Rosberg var ógeðslega fljótur í rigningunni í Ástralíu. Hann telur sig geta endurtekið leikinn ef það rignir í Malasíu. Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira