Serena nýtti sér rifrildið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2013 11:15 Serena Williams Nordicphotos/Getty Serena Williams vann sinn 49. titil í einliðaleik þegar hún lagði Jelenu Jankovic í úrslitum á Family Circle Cup í Charleston í Suður-Karolínu í gær. Jankovic vann fyrsta settið 6-3 en Serena sneri við blaðinu í næstu tveimur settum þegar hún vann tólf lotur af fjórtán og settin 6-0 og 6-2. Efsta kona heimslistans lenti í orðaskaki við Jankovic eftir fyrsta settið. Þótti Serenu mótherji sinn fara full geyst í uppgjöfina og taldi sig ekki tilbúna. „Í fullri hreinskilni þá áttu við vandamál að stríða," öskraði Serena yfir völlinn á mótherja sinn frá Serbíu. „Þú verður að bíða eftir að ég sé tilbúin," sagði Serena. Jankovic kvartaði yfir ummælum Serenu við dómarann og sagði hana ekki eiga að fá neina sérmeðferð. Hvort sem það var rifrildið eða ekki setti Serena í gír og gekk frá Jankovic í leiknum. Þær tókust svo í hendur í leikslok, brosandi, að hætti heiðurskvenna. „Ég er prúðasti spilarinn fyrir utan Venus (innsk: eldri systir Serenu). Ég ber mikla virðingu fyrir mótherjum mínum," sagði Serena í leikslok. Hún ítrekaði að hún hefði einfaldlega ekki verið tilbúin þegar Jankvoci gaf upp. Ekki er víst að allir taki undir orð Serenu um prúðmennsku. Eftirminnilegt er þegar hún sagði línudómara á Bandaríska meistaramótinu árið 2009 að hún ætlaði að troða tennisbolta ofan í kok hans. Svipmyndir úr úrslitaleiknum í gær má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Serena Williams vann sinn 49. titil í einliðaleik þegar hún lagði Jelenu Jankovic í úrslitum á Family Circle Cup í Charleston í Suður-Karolínu í gær. Jankovic vann fyrsta settið 6-3 en Serena sneri við blaðinu í næstu tveimur settum þegar hún vann tólf lotur af fjórtán og settin 6-0 og 6-2. Efsta kona heimslistans lenti í orðaskaki við Jankovic eftir fyrsta settið. Þótti Serenu mótherji sinn fara full geyst í uppgjöfina og taldi sig ekki tilbúna. „Í fullri hreinskilni þá áttu við vandamál að stríða," öskraði Serena yfir völlinn á mótherja sinn frá Serbíu. „Þú verður að bíða eftir að ég sé tilbúin," sagði Serena. Jankovic kvartaði yfir ummælum Serenu við dómarann og sagði hana ekki eiga að fá neina sérmeðferð. Hvort sem það var rifrildið eða ekki setti Serena í gír og gekk frá Jankovic í leiknum. Þær tókust svo í hendur í leikslok, brosandi, að hætti heiðurskvenna. „Ég er prúðasti spilarinn fyrir utan Venus (innsk: eldri systir Serenu). Ég ber mikla virðingu fyrir mótherjum mínum," sagði Serena í leikslok. Hún ítrekaði að hún hefði einfaldlega ekki verið tilbúin þegar Jankvoci gaf upp. Ekki er víst að allir taki undir orð Serenu um prúðmennsku. Eftirminnilegt er þegar hún sagði línudómara á Bandaríska meistaramótinu árið 2009 að hún ætlaði að troða tennisbolta ofan í kok hans. Svipmyndir úr úrslitaleiknum í gær má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira