Sárnaði umræðan Benedikt Grétarsson skrifar 6. apríl 2013 09:00 Alexander Petersson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira