Sárnaði umræðan Benedikt Grétarsson skrifar 6. apríl 2013 09:00 Alexander Petersson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira