Ísland á EM eftir frábæran sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Laugardalshöll skrifar 7. apríl 2013 15:15 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira