Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 90-86 Óskar Ófeigur Jónsson í Ásgarði skrifar 5. apríl 2013 14:32 Mynd/Vilhelm Stjarnan jafnaði undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með því að vinna fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 90-86, í öðrum leik liðanna í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta. Stjarnan náði þrettán stiga forskot í upphafi seinni hálfleiks, Snæfell náði að vinna sig inn í leikinn en Hólmarar náðu ekki að svara öðrum góðum spretti Garðbæinga í lokaleikhlutanum. Justin Shouse fór á kostum í liði Garðbæinga en hann skoraði 31 stig þar af 22 þeirra í fyrri hálfleiknum. Jay Threatt, leikstjórnandi Snæfells, meiddist hinsvegar á ökkla í fjórða leikhlutanunm og varð að fara af velli. Það munaði miklu um hann í lokin enda hefur þessi snjalli leikstjórnandi lykilmaður í að klára sigurleiki Snæfells í vetur með annaðhvort að skora sjálfur eða spila upp félaga sína. Leikurinn var jafn á flestum tölum fram eftir leik eða þar til að Stjörnumenn náðu 11-0 spretti í öðrum leikhluta og tóku frumkvæðið. "Hvítir förum nú aðeins að hugsa," kallaði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar til sinna manna og á næstu tveimur mínútum breytti liðið stöðunni úr 28-31 fyrir Snæfell í 39-31 fyrir Stjörnuna. Justin Shouse fór á kostum í fyrri hálfleiknum og 22 stigin hans áttu mikinn þátt í að Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik, 45-36. Stjarnan skoraði fjögur fyrstu stig seinni hálfleiksins og komst mest þrettán stigum yfir, 49-36, en Hólmarar hertu vörnina og komu sér aftur inn í leikinn. Snæfell náði að jafna metin í 57-57 með gríðarlega baráttu og þá tókst þeim að hægja á Justin sem hitti ekki vel í þriðja leikhlutanum. Staðan var 64-64 fyrir lokaleikhlutann. Marvin Valdimarsson skoraði fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og gaf tóninn fyrir framhaldioð. Marvin skoraði alls 8 af 17 stigum sínum í lokaleikhlutanum og Stjörnumenn lönduðu sigri. Justin Shouse fór aftur í gang á réttum tíma í lokin og skoraði níu mikilvæg stig á lokakaflanum. Snæfellsliðið gafst ekki upp og barðist til síðustu sekúndu en þetta var ekki dagur Hólmara og Stjörnumenn fögnuðu gríðarlega mikilvægum sigri.Úrslit:Stjarnan-Snæfell 90-86 (24-24, 21-12, 19-28, 26-22)Stjarnan: Justin Shouse 31/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 17/10 fráköst, Jarrid Frye 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/15 fráköst, Jovan Zdravevski 7, Dagur Kár Jónsson 5, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 21, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Jay Threatt 13/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/5 fráköst, Ryan Amaroso 12/17 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10, Ólafur Torfason 1/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Hafþór Ingi Gunnarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Pálmi Freyr: Slökuðum alltof mikið á í öðrum leikhlutanumPálmi Freyr Sigurgeirsson var öflugur í seinni hálfleiknum og skoraði þá 11 af 16 stigum sínum en það dugði ekki til og Snæfellingar urðu að sætta sig við tap. "Við slökuðum alltof mikið á í öðrum leikhlutanum og þeir náðu góðum spretti á okkur í lok fyrri hálfleiks. Við megum ekki við því í úrslitakeppni að slaka svona á. Þeir fengu þarna fullt af opnum færum eins og í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum og við vorum ekki að spila nógu góða vörn. Þessi smá kafli var nóg til að þeir náðu forystu og það fór mikil orka hjá okkur í að vinna þetta upp," sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson. "Við náðum að vinna upp muninn en vorum orðnir þreyttir í lokin. Það munaði líka um það að Jay meiddist. Það er betra að hafa hann heilan í lokin. Hann er þvílíkur leikmaður fyrir okkur og getur bæði skorað og sett upp," sagði Pálmi. "Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að staðan sé 1-1 en við ætlum að vinna þetta og erum hundfúlir að hafa tapað þessu í kvöld. Nú er er það bara næsti leikur og við tökum hann," sagði Pálmi. Ingi Þór: Töffarar hika ekkiIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum svekktur eftir fjögurra stiga tap á móti Stjörnunni í kvöld. "Við vorum ekki nógu ákveðnir í kvöld. Við vorum að hitta opnum skotum í byrjun leiks en vorum ekki að fá neitt undir körfunni. Þegar við fórum að sækja á körfuna þá var of mikið hik í mönnum. Ég skil ekki af hverju mínir menn voru hikandi því ég er með töffara í liðinu og töffarar hika ekki," sagði Ingi Þór. "Justin átti frábæran leik í dag og við missum Jay útaf á mikilvægum tíma sem var mjög erfitt. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið hélt áfram að spila sem sýnir að við erum ekki bara háðir einum manni," sagði Ingi Þór. Bandaríski leikstjórnandinn Jay Threatt meiddist illa og gat ekki klárað leikinn. "Jay fór úr lið og það smellir í tánum á honum. Ég veit ekkert hvað verður en hann verður bara teipaður og reynir að vera með. Ef ekki þá verða hinir bara að klára þetta," sagði Ingi. "Við vissum alveg að við myndum ekki koma hingað og labba yfir þá. Við hefðum samt geta komið okkur í gríðarlega huggulega og fallega stöðu með sigri en við vissum að við yrðum þá að eiga mjög góðan heilan leik til þess. Þessi leikur var alltof kaflaskiptur hjá okkur til að við gætum unnið," sagði Ingi Þór. Justin: Þekkti sjálfan mig í fyrsta sinn í marga dagaStjörnumaðurinn Justin Shouse átti frábæran leik á móti sínum gömlu félögum og endaði leikinn með 31 stig og 6 stoðsendingar. "Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Ef við hefðum ekki unnið í kvöld þá þýddi það að við hefðum þurft að vinna þrjá leiki í röð. Við komum því inn í þennan leik eins og þetta væri bikarúrslitaleikur og fengum frábæran stuðning í kvöld. Bláa þjóðin var mætt til að hvetja okkur áfram," sagði Justin Shouse. "Við gerðum litlu hlutina vel í kvöld en það var ekki þannig í fyrsta leiknum á þriðjudaginn," sagði Justin. "Ég var mjög einbeittur í kvöld en þetta var líka fyrsti dagurinn í langan tíma þar sem ég þekkti sjálfan mig," sagði Justin sem fékk slæmt höfuðhögg í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. "Ég var blár og marinn eftir Keflavíkurseríuna og leið undarlega síðustu tíu daga. Liðsfélagarnir pressuðu á að ég myndi byrja vel og það tókst," sagði Justin. "Þeir voru að reyna að passa skytturnar okkar og það opnaði möguleika fyrir mig. Í seinni hálfleiknum lokuðu þeir á mig en þá opnaðist fyrir hina í liðinu. Við tökum við því sem vörn andstæðinganna bíður okkur upp á. Það sást í seinni hálfleik þegar Marvin og Brian settu niður mikilvæga körfur," sagði Justin. "Nú fer aftur á minn gamla heimavöll í Stykkishólmi og það verður mikilvægur leikur. Snæfell lítur á þetta sem leik sem þeir verða að vinna og við sömuleiðis. Það er ekki auðvelt að vinna í Stykkishólmi en við höfum verið nokkrum sinnum nálægt því í vetur. Við unnum þá þar í bikarnum og höfum fulla trú á því að við getum unnið þar. Ég elska líka íþróttahúsið í Hólminum," sagði Justin að lokum. Teitur: Marvin var frábær í seinni hálfleikTeitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður og kannski aðallega feginn eftir sigur Stjörnunnar á Snæfelli í kvöld en liðið náði þá að jafna einvígið í 1-1. "Þetta var svakalega mikilvægur sigur því þetta hefði verið orðið langsótt ef að við hefðum tapað þessu. Mér leið ekki vel þegar þeir fóru að hitta í fjórða leikhlutanum því Snæfell er bara þannig lið. Þeir eru með það gott þriggja stiga skotlið að ef þú missir aðeins sjónar á þeim og gefur þeim smá slaka þá koma bara þriggja stiga skotin í kippum og munurinn hverfur," sagði Teitur. "Við gerðum þetta okkur rosalega erfitt fyrir. Það eru ennþá fullt af möguleikum til að gera betur," sagði Teitur. "Það var miklu meiri grimmd í liðinu en í fyrsta leiknum og þá var vörnin okkar innan teigs miklu miklu betri. Þar ræðst þetta oft í leikjum í úrslitakeppninni og nú var alltaf komin hjálp og oftar en ekki þurftu þeir að skjóta yfir tvo menn inn í teig. Við gerðum líka miklu betur í frákastabaráttunni," sagði Teitur. Justin Shouse var frábær í kvöld og greinilega búinn að ná sér af höfuðhögginu sem hann varð fyrir í Keflavíkurseríunni. "Ég sá það þegar ég horfði í augun á honum. Hann er búinn að vera hálfringlaður í tíu daga og það er tíminn sem þetta tekur víst. Honum leið miklu betur í gær," sagði Teitur en hvað með næsta leik í Stykkishómi? "Nú fáum við aftur tækifæri til að fara þarna upp eftir og vinna. Við verðum að vinna þarna og það verður allt lagt í næsta leik. Okkur finnst við geta gert mun betur og það voru menn í mínu liði sem voru ekki að eiga neinn sérstakan dag í dag. Ég var ánægður með Justin og Marvin en Marvin var frábær í seinni hálfleiknum og tók þá rándýr sóknafráköst," sagði Teitur. "Það eru fjögur rosaleg lið að berjast um þetta og það halda allir að þeir séu bestir," sagði Teitur brosandi að lokum. - Bein textalýsing frá Ásgarði -Leik lokið | 90-86: Justin Shouse setur niður þrjú af fjórum vítum sínum á lokasekúndum leiksins og Stjörnumenn eru búnir að jafna metin í 1-1 eftir fjögurra stiga baráttusigur í spennandi leik. Snæfellingar halda þó áfram þar til að síðustu sekúndu leiksins og ná muninum að lokum niður í fjögur stig.40. mín | 87-83: Snæfell hættir ekki og Sigurður Þorvaldsson minnkar muninn í fjögur stig með þristi. Justin á tvö víti þegar 15,9 sekúndur eru eftir.40. mín | 87-78: Dagur Kár Jónsson einn undir körfunni og kemur Stjörnuni níu stigum yfir. Stjarnan er að landa þessu enda innan við mínúta eftir.38. mín | 85-78: Jón Ólafur Jónsson setur niður fjögur víti eftir að brotið var á honum og Jovan Zdravevski fékk síðan tæknivillu í kjölfarið. Snæfell nær þó ekki að nýta sóknina og gera þetta að 6-7 stiga sókn.38. mín | 85-74: Justin Shouse var kannski bara að spara sig fyrir lokasprettinn því annar þristur frá honum á stuttum tíma kemur Stjörnuliðinu ellefu stigum yfir. Nú verður þetta erfitt fyrir Hólmara.37. mín | 82-72: Justin Shouse skorar sín fyrstu stig síðan í fyrri hálfleik og kemur Stjörnunni 13 stigum yfir en Sigurður Þorvaldsson svarar með þristi.36. mín | 79-69: Jovan Zdravevski skellir niður þriggja stiga körfu og Ingi Þór þarf að taka leikhlé enda munurinn kominn upp í tíu stig. Það kostaði mikla orku hjá Snæfelli að vinna sig inn í leikinn í þriðja leikhluta og nú er það spurning hvort að liðið eigi aðra endurkomu inni.35. mín | 76-69: Jay Threatt fær á sig skref og Stjarnan getur bætt við forystuna. Stjarnan tekur leikhlé og fer yfir skipulagið fyrir lokakafla leiksins.34. mín | 76-69: Marvin Valdimarsson nær sóknarfrákasti og kemur Stjörnunni fimm stigum yfir. Marvin er kominn með 6 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Marvin skorar aftur í næstu sókn og nú munar sjö stigum.32. mín | 70-68: Jay Threatt er kominn inn á aftur og Sigurður Þorvaldsson er að búinn að setja niður tvær körfur með stuttu millibili eftir að hafa klikkað á 8 fyrstu skotum sínum í leiknum.31. mín | 68-64: Jay Threatt hrasar og liggur eftir á meðan Stjarnan skorar úr hraðaupphlaupi. Marvin Valdimarsson er búinn að skora fjögur fyrstu stig fjórða leikhluta og Stjarnan er fjórum stigum yfir. Threatt þarf að fara útaf.Þriðji leikhluti búinn | 64-64: Ólafur Torfason fer á vítalínuna og jafnar leikinn með því að setja annað vítið niður. Það stefnir í svakalega lokaleikhluta en Snæfellingar hafa unnið sig inn í leikinn með gríðarlegri baráttu. Justin Shouse náði heldur ekki að skora í þriðja leikhlutanum.30. mín | 64-63: Ryan Amaroso liggur eftir og þarf að fara útaf. Hann fékk eitthvað högg um leið og Jarrid Frye kom Stjörnunni yfir þegar 13 sekúndur voru eftir af leikhlutanum.28. mín | 57-57: Pálmi Freyr Sigurgeirsson jafnar leikinn en hann hefur verið frábær í þriðja leikhlutanum og hefur skorað 7 af 12 stigum sínum í honum.26. mín | 55-53: Sveinn Arnar Davíðsson setur niður svakalegan þrist þar sem hann var nánast búinn að missa jafnvægið og munurinn er bara tvö stig. Ingi Þór hefur kveikt í sínum mönnum í hálfleik og þá aðallega varnarlega.24. mín | 53-46: Jarrid Frye treður með tilþrifum í hraðaupphlaupi eftir laglega stoðsendingu frá Degi Kár Jónssyni. Pálmi Freyr svarar með mikilvægum þristi.23. mín | 49-43: Jón Ólafur Jónsson og Jay Threatt setja báðir niður þrist og minnka muninn niður í sex stig. Snæfell spilar öfluga vörn og Stjörnusóknin hefur hikstað síðustu mínútur. Nú er tækifæri fyrir Hólmara að koma sér aftur inn í leikinn.21. mín | 47-36: Justin Shouse byrjar seinni hálfleikinn á því að fiska ruðning. Marvin Valdimarsson kemst síðan á vítalínuna í næstu sókn og munurinn er orðinn ellefu stig. Snæfell nær ekki að skora í fyrstu tveimur sóknum seinni hálfleiks og Hólmarar eru orðnir pirraðir.Hálfleikur | 45-36: Justin Shouse 22, Brian Mills 9 (10 frák.), Jarrid Frye 5, Marvin Valdimarsson 4, Dagur Kár Jónsson 3 og Fannar Freyr Helgason 2 hafa skoraði stig Stjörnunnar í fyrri hálfleik en stig Snæfells hafa skorað: Jón Ólafur Jónsson 10, Ryan Amaroso 8 (8 frák.), Sveinn Davíðsson 7, Jay Threatt 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5. Bæði liðin hafa hitt verr en 50 prósent úr vítum sínum í kvöld. Stjarnan er með 46 prósent vítanýtingu (5/11) en Snæfell 44 prósent (4/9).Hálfleikur | 45-36: Justin Shouse endar fyrri hálfleik með laglegri körfu og er því kominn með 22 stig í leiknum. Stjörnumenn hafa náð góðum tökum á leiknum eftir að það var jafnt á flestum tölum framan af leik. Justin er búinn að setja niður 8 af 11 skotum sínum í kvöld og er auk stiganna sinna kominn með fjórar stoðsendingar. Shouse er sannarlega maður fyrri hálfleiks enda maðurinn á bak við 12 af 18 körfum Stjörnuliðsins.19. mín | 41-34: Sigmundur dómari er búinn að fá nóg af væli þjálfara og leikmanna. Hann varar alla við að næst gefi hann tæknivillu.19. mín | 39-31: Stjörnumenn tóku ekki sóknarfrákast í fyrsta leiknum en taka nú hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Það skilar þeim þó ekki körfu og munurinn er áfram átta stig.18. mín | 39-31: Ísak dómari stoppar leikinn í miðju hraðaupphlaupi Snæfells. Marvin liggur eftir en hann fékk högg á andlitið í sókninni á undan. Hólmarar ósáttir en svona eru bara reglurnar.17. mín | 39-31: Justin Shouse með sinn þriðja þrist í leiknum og Stjörnumenn eru gera sig líklega til að stinga af. 11-0 sprettur á tveimur mínútum og Ingi Þór tekur skiljanlega leikhlé. Nú hugsa menn aftur til þess sem Teitur kallaði inn á völlinn áðan.16. mín | 36-31: Brian Mills með fimm stig í röð og Stjarnan er komin yfir á ný. Justin bætir við þristi og nú munar orðið fimm stigum á liðunum. Justin er kominn með 13 stig í kvöld.15. mín | 28-31: Ryan Amaroso setur niður annað víti sitt. "Hvítir förum nú aðeins að hugsa," kallar Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar til sinna manna.13. mín | 26-27: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. Snæfellsliðið réði ekki alveg við hraðann í síðustu sóknum sínum en hér er allt áfram í járnum og mikil spenna í loftinu.12. mín | 26-27: Jón Ólafur Jónsson smellir niður þristi og er kominn með 10 stig. Það mátti sjá smá glott hjá kappanum sem er sjóðheitur í kvöld alveg eins og í fyrsta leiknum.Fyrsti leikhluti búinn | 24-24: Stjörnumaðurinn Jarrid Frye kemst á vítalínuna 3 sekúndum fyrir leikhlutalok en setur bara annað niður. Stjarnan fær boltann aftur og Brian Mills nær að blaka skoti Jovan Zdravevski niður um leið og leiktíminn rennur út við mikinn fögnuð heimamanna. Sigmundur Már dæmir fyrst körfu en fer síðan og skoðar myndband hjá Stöð 2 Sport og dæmir í framhaldinu körfuna ekki gilda.8. mín | 20-18: Jarrid Frye kemur aftur inn og Jón Ólafur klikkar á tveimur vítum. Justin skorar þriðju körfuna í röð og Stjarnan er komin yfir.8. mín | 18-18: Justin Shouse með tvær körfur í röð og nú er aftur jafnt. Justin er kominn með sex stig og þrjár stoðsendingar.8. mín | 16-18: Jarrid Frye liggur eftir og þarf aðstoð. Hann heldur um bakið og þarf að fara af velli. Ekki góðar fréttir fyrir Stjörnumenn.7. mín | 14-18: Snæfell er skrefinu á undan og Sveinn Arnar Davíðsson, nýkominn inn á völlinn, skellir niður þristi úr horninu.6. mín | 12-15: Jón Ólafur Jónsson setur niður þrist langt fyrir utan og er strax kominn með sjö stig í leiknum. Hann er búinn að setja niður þrjú fyrstu skotin sín.5. mín | 12-11: Marvin Valdimarsson með laglega hraðaupphlaupskörfu og liðin taka áfram forystu á víxl.4. mín | 8-9: Liðin skiptast á að vera með forystuna í upphafi leiks.Leikurinn er hafinn | 2-2: Brian Mills skorar fyrstu körfu leiksins fyrir Stjörnuna en Jón Ólafur Jónsson jafnar strax í næstu sókn.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru klár: Marvin, Jarrid, Brian, Justin og Fannar byrja hjá Stjörnunni en Jón Ólafur, Pálmi, Ryan, Sigurður og Jay eru í byrjunarliði Snæfells. Það er verið að kynna leikmenn liðanna þar sem kynnir leiksins hikar ekki við að draga fram hin ýmsu viðurnefni leikmanna í báðum liðum.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tekur leikstjórnanda sinn Jay Threatt á eintal á miðjum vellinum. Það er ljóst að Snæfell treystir á það í kvöld að Threatt verði áfram í sama stuðinu og að undanförnu.Fyrir leik: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kr. Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson dæma leikinn í kvöld en Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari. Ísak Ernir er aðeins tvítugur og sonur Kristins Óskarssonar.Fyrir leik: Það er strax kominn syngjandi stemning í stuðningshóp Stjörnunnar sem syngur nú "Svali vinkaðu" og "Gaupi vinkaðu" en útsending Stöðvar 2 frá leiknum er að hefjast. Svali Björgvinsson og Guðjón Guðmundsson munu lýsa leiknum.Fyrir leik: Það er farið að fjölga í húsinu en það er nóg af lausum sætum nú þegar 26 mínútur eru í leikinn. Það var troðið á oddaleiknum á dögunum.Fyrir leik: Það er ótrúlegt að Stjörnumenn hafi tapað leik eitt miðað við skotnýtingu liðsins í leiknum. Garðbæingar hittu úr 69 prósent tveggja stiga skotanna (24 af 35), 46 prósent þriggja stiga skotanna (11 af 24) og 75 prósent vítanna (9 af 12). Stjarnan var bæði með betri nýtingu en Snæfell í tveggja og þriggja stiga skotunum.Fyrir leik: Jarrid Frye hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum fjórum leikjum Stjörnunnar i úrslitakeppninni til þessa en hann er með 23,0 stig og 10,0 fráköst að meðaltali í leikjunum fjórum. Frye hefur nýtt 70 prósent tveggja stiga skota sinna í þessum leikjum.Fyrir leik: Jón Ólafur Jónsson skoraði 29 stig í 91-90 sigri Snæfells í leik eitt þar af komu þrettán þeirra í lokaleikhlutanum. Jón Ólafur hitti úr 11 af 19 skotum sínum í leiknum þar af 5 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna.Fyrir leik: Jay Threatt átti þátt í öllum sextán stigum Snæfells í fjórða leikhlutanum í leik eitt. Hann skoraði sjálfur einn þrist og átti síðan stoðsendingar á Jón Ólaf Jónsson í öllum fimm körfunum sem hann skoraði í leikhlutanum.Fyrir leik: Stjarnan vann fleiri leikhluta en Snæfell í síðasta leik (28-18 í 2. leikhluta og 18-16 í 4. leikhluta) en Hólmarar höfðu betur í leiknum. Þar vó þriðji leikhlutinn þungt en Snæfell vann hann 27-16.Fyrir leik: Stjörnumenn tóku ekki eitt sóknarfrákast í fyrsta leiknum en Snæfellingar tóku öll 25 fráköstin sem voru í boði undir þeirra körfu. Stjörnuliðið tók hinsvegar 12,7 sóknarfráköst að meðaltali í leik í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitunum.Fyrir leik: Snæfell kemst í 2-0 með sigri í kvöld en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi á mánudagskvöldið.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa unnið báða heimaleiki sína til þessa í úrslitakeppninni og unnu líka þrjá síðustu heimaleiki sína í deildarkeppninni. Njarðvíkingar eru síðasta útiliðið til að vinna í Ásgarði þegar þeir unnu 87-77 sigur þar 11. febrúar síðastliðinn.Fyrir leik: Jovan Zdravevski hefur hitt 57 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum í öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni þar af setti hann niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Jovan er með 58,8 prósent þriggja stiga nýtingu í úrslitakeppninni (10 af 17).Fyrir leik: Justin Shouse í Stjörnuni og Jay Threatt í Snæfelli hafa gefið flestar stoðsendingar til þessa í úrslitakeppninni. Shouse er með 34 stoðsendingar en Threatt hefur gefið 32 stoðsendingar á félaga sína.Fyrir leik: Stjörnumennirnir Brian Mills og Jarrid Frye hafa nýtt saman 59,8 prósent skota sinna í úrslitakeppninni. Mills er með 60,8 prósent skotnýtingu (31 af 51) en Frye er með 59,1 prósent skotnýtingu (39 af 66).Fyrir leik: Snæfell vann síðast útileik í úrslitakeppni þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík 2010. Síðan þá hafa Hólmarar tapað fimm útileikjum í röð í úrslitakeppni.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjarnan jafnaði undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með því að vinna fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 90-86, í öðrum leik liðanna í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta. Stjarnan náði þrettán stiga forskot í upphafi seinni hálfleiks, Snæfell náði að vinna sig inn í leikinn en Hólmarar náðu ekki að svara öðrum góðum spretti Garðbæinga í lokaleikhlutanum. Justin Shouse fór á kostum í liði Garðbæinga en hann skoraði 31 stig þar af 22 þeirra í fyrri hálfleiknum. Jay Threatt, leikstjórnandi Snæfells, meiddist hinsvegar á ökkla í fjórða leikhlutanunm og varð að fara af velli. Það munaði miklu um hann í lokin enda hefur þessi snjalli leikstjórnandi lykilmaður í að klára sigurleiki Snæfells í vetur með annaðhvort að skora sjálfur eða spila upp félaga sína. Leikurinn var jafn á flestum tölum fram eftir leik eða þar til að Stjörnumenn náðu 11-0 spretti í öðrum leikhluta og tóku frumkvæðið. "Hvítir förum nú aðeins að hugsa," kallaði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar til sinna manna og á næstu tveimur mínútum breytti liðið stöðunni úr 28-31 fyrir Snæfell í 39-31 fyrir Stjörnuna. Justin Shouse fór á kostum í fyrri hálfleiknum og 22 stigin hans áttu mikinn þátt í að Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik, 45-36. Stjarnan skoraði fjögur fyrstu stig seinni hálfleiksins og komst mest þrettán stigum yfir, 49-36, en Hólmarar hertu vörnina og komu sér aftur inn í leikinn. Snæfell náði að jafna metin í 57-57 með gríðarlega baráttu og þá tókst þeim að hægja á Justin sem hitti ekki vel í þriðja leikhlutanum. Staðan var 64-64 fyrir lokaleikhlutann. Marvin Valdimarsson skoraði fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og gaf tóninn fyrir framhaldioð. Marvin skoraði alls 8 af 17 stigum sínum í lokaleikhlutanum og Stjörnumenn lönduðu sigri. Justin Shouse fór aftur í gang á réttum tíma í lokin og skoraði níu mikilvæg stig á lokakaflanum. Snæfellsliðið gafst ekki upp og barðist til síðustu sekúndu en þetta var ekki dagur Hólmara og Stjörnumenn fögnuðu gríðarlega mikilvægum sigri.Úrslit:Stjarnan-Snæfell 90-86 (24-24, 21-12, 19-28, 26-22)Stjarnan: Justin Shouse 31/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 17/10 fráköst, Jarrid Frye 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/15 fráköst, Jovan Zdravevski 7, Dagur Kár Jónsson 5, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 21, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Jay Threatt 13/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/5 fráköst, Ryan Amaroso 12/17 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10, Ólafur Torfason 1/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Hafþór Ingi Gunnarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Pálmi Freyr: Slökuðum alltof mikið á í öðrum leikhlutanumPálmi Freyr Sigurgeirsson var öflugur í seinni hálfleiknum og skoraði þá 11 af 16 stigum sínum en það dugði ekki til og Snæfellingar urðu að sætta sig við tap. "Við slökuðum alltof mikið á í öðrum leikhlutanum og þeir náðu góðum spretti á okkur í lok fyrri hálfleiks. Við megum ekki við því í úrslitakeppni að slaka svona á. Þeir fengu þarna fullt af opnum færum eins og í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum og við vorum ekki að spila nógu góða vörn. Þessi smá kafli var nóg til að þeir náðu forystu og það fór mikil orka hjá okkur í að vinna þetta upp," sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson. "Við náðum að vinna upp muninn en vorum orðnir þreyttir í lokin. Það munaði líka um það að Jay meiddist. Það er betra að hafa hann heilan í lokin. Hann er þvílíkur leikmaður fyrir okkur og getur bæði skorað og sett upp," sagði Pálmi. "Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að staðan sé 1-1 en við ætlum að vinna þetta og erum hundfúlir að hafa tapað þessu í kvöld. Nú er er það bara næsti leikur og við tökum hann," sagði Pálmi. Ingi Þór: Töffarar hika ekkiIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum svekktur eftir fjögurra stiga tap á móti Stjörnunni í kvöld. "Við vorum ekki nógu ákveðnir í kvöld. Við vorum að hitta opnum skotum í byrjun leiks en vorum ekki að fá neitt undir körfunni. Þegar við fórum að sækja á körfuna þá var of mikið hik í mönnum. Ég skil ekki af hverju mínir menn voru hikandi því ég er með töffara í liðinu og töffarar hika ekki," sagði Ingi Þór. "Justin átti frábæran leik í dag og við missum Jay útaf á mikilvægum tíma sem var mjög erfitt. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið hélt áfram að spila sem sýnir að við erum ekki bara háðir einum manni," sagði Ingi Þór. Bandaríski leikstjórnandinn Jay Threatt meiddist illa og gat ekki klárað leikinn. "Jay fór úr lið og það smellir í tánum á honum. Ég veit ekkert hvað verður en hann verður bara teipaður og reynir að vera með. Ef ekki þá verða hinir bara að klára þetta," sagði Ingi. "Við vissum alveg að við myndum ekki koma hingað og labba yfir þá. Við hefðum samt geta komið okkur í gríðarlega huggulega og fallega stöðu með sigri en við vissum að við yrðum þá að eiga mjög góðan heilan leik til þess. Þessi leikur var alltof kaflaskiptur hjá okkur til að við gætum unnið," sagði Ingi Þór. Justin: Þekkti sjálfan mig í fyrsta sinn í marga dagaStjörnumaðurinn Justin Shouse átti frábæran leik á móti sínum gömlu félögum og endaði leikinn með 31 stig og 6 stoðsendingar. "Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Ef við hefðum ekki unnið í kvöld þá þýddi það að við hefðum þurft að vinna þrjá leiki í röð. Við komum því inn í þennan leik eins og þetta væri bikarúrslitaleikur og fengum frábæran stuðning í kvöld. Bláa þjóðin var mætt til að hvetja okkur áfram," sagði Justin Shouse. "Við gerðum litlu hlutina vel í kvöld en það var ekki þannig í fyrsta leiknum á þriðjudaginn," sagði Justin. "Ég var mjög einbeittur í kvöld en þetta var líka fyrsti dagurinn í langan tíma þar sem ég þekkti sjálfan mig," sagði Justin sem fékk slæmt höfuðhögg í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. "Ég var blár og marinn eftir Keflavíkurseríuna og leið undarlega síðustu tíu daga. Liðsfélagarnir pressuðu á að ég myndi byrja vel og það tókst," sagði Justin. "Þeir voru að reyna að passa skytturnar okkar og það opnaði möguleika fyrir mig. Í seinni hálfleiknum lokuðu þeir á mig en þá opnaðist fyrir hina í liðinu. Við tökum við því sem vörn andstæðinganna bíður okkur upp á. Það sást í seinni hálfleik þegar Marvin og Brian settu niður mikilvæga körfur," sagði Justin. "Nú fer aftur á minn gamla heimavöll í Stykkishólmi og það verður mikilvægur leikur. Snæfell lítur á þetta sem leik sem þeir verða að vinna og við sömuleiðis. Það er ekki auðvelt að vinna í Stykkishólmi en við höfum verið nokkrum sinnum nálægt því í vetur. Við unnum þá þar í bikarnum og höfum fulla trú á því að við getum unnið þar. Ég elska líka íþróttahúsið í Hólminum," sagði Justin að lokum. Teitur: Marvin var frábær í seinni hálfleikTeitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður og kannski aðallega feginn eftir sigur Stjörnunnar á Snæfelli í kvöld en liðið náði þá að jafna einvígið í 1-1. "Þetta var svakalega mikilvægur sigur því þetta hefði verið orðið langsótt ef að við hefðum tapað þessu. Mér leið ekki vel þegar þeir fóru að hitta í fjórða leikhlutanum því Snæfell er bara þannig lið. Þeir eru með það gott þriggja stiga skotlið að ef þú missir aðeins sjónar á þeim og gefur þeim smá slaka þá koma bara þriggja stiga skotin í kippum og munurinn hverfur," sagði Teitur. "Við gerðum þetta okkur rosalega erfitt fyrir. Það eru ennþá fullt af möguleikum til að gera betur," sagði Teitur. "Það var miklu meiri grimmd í liðinu en í fyrsta leiknum og þá var vörnin okkar innan teigs miklu miklu betri. Þar ræðst þetta oft í leikjum í úrslitakeppninni og nú var alltaf komin hjálp og oftar en ekki þurftu þeir að skjóta yfir tvo menn inn í teig. Við gerðum líka miklu betur í frákastabaráttunni," sagði Teitur. Justin Shouse var frábær í kvöld og greinilega búinn að ná sér af höfuðhögginu sem hann varð fyrir í Keflavíkurseríunni. "Ég sá það þegar ég horfði í augun á honum. Hann er búinn að vera hálfringlaður í tíu daga og það er tíminn sem þetta tekur víst. Honum leið miklu betur í gær," sagði Teitur en hvað með næsta leik í Stykkishómi? "Nú fáum við aftur tækifæri til að fara þarna upp eftir og vinna. Við verðum að vinna þarna og það verður allt lagt í næsta leik. Okkur finnst við geta gert mun betur og það voru menn í mínu liði sem voru ekki að eiga neinn sérstakan dag í dag. Ég var ánægður með Justin og Marvin en Marvin var frábær í seinni hálfleiknum og tók þá rándýr sóknafráköst," sagði Teitur. "Það eru fjögur rosaleg lið að berjast um þetta og það halda allir að þeir séu bestir," sagði Teitur brosandi að lokum. - Bein textalýsing frá Ásgarði -Leik lokið | 90-86: Justin Shouse setur niður þrjú af fjórum vítum sínum á lokasekúndum leiksins og Stjörnumenn eru búnir að jafna metin í 1-1 eftir fjögurra stiga baráttusigur í spennandi leik. Snæfellingar halda þó áfram þar til að síðustu sekúndu leiksins og ná muninum að lokum niður í fjögur stig.40. mín | 87-83: Snæfell hættir ekki og Sigurður Þorvaldsson minnkar muninn í fjögur stig með þristi. Justin á tvö víti þegar 15,9 sekúndur eru eftir.40. mín | 87-78: Dagur Kár Jónsson einn undir körfunni og kemur Stjörnuni níu stigum yfir. Stjarnan er að landa þessu enda innan við mínúta eftir.38. mín | 85-78: Jón Ólafur Jónsson setur niður fjögur víti eftir að brotið var á honum og Jovan Zdravevski fékk síðan tæknivillu í kjölfarið. Snæfell nær þó ekki að nýta sóknina og gera þetta að 6-7 stiga sókn.38. mín | 85-74: Justin Shouse var kannski bara að spara sig fyrir lokasprettinn því annar þristur frá honum á stuttum tíma kemur Stjörnuliðinu ellefu stigum yfir. Nú verður þetta erfitt fyrir Hólmara.37. mín | 82-72: Justin Shouse skorar sín fyrstu stig síðan í fyrri hálfleik og kemur Stjörnunni 13 stigum yfir en Sigurður Þorvaldsson svarar með þristi.36. mín | 79-69: Jovan Zdravevski skellir niður þriggja stiga körfu og Ingi Þór þarf að taka leikhlé enda munurinn kominn upp í tíu stig. Það kostaði mikla orku hjá Snæfelli að vinna sig inn í leikinn í þriðja leikhluta og nú er það spurning hvort að liðið eigi aðra endurkomu inni.35. mín | 76-69: Jay Threatt fær á sig skref og Stjarnan getur bætt við forystuna. Stjarnan tekur leikhlé og fer yfir skipulagið fyrir lokakafla leiksins.34. mín | 76-69: Marvin Valdimarsson nær sóknarfrákasti og kemur Stjörnunni fimm stigum yfir. Marvin er kominn með 6 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Marvin skorar aftur í næstu sókn og nú munar sjö stigum.32. mín | 70-68: Jay Threatt er kominn inn á aftur og Sigurður Þorvaldsson er að búinn að setja niður tvær körfur með stuttu millibili eftir að hafa klikkað á 8 fyrstu skotum sínum í leiknum.31. mín | 68-64: Jay Threatt hrasar og liggur eftir á meðan Stjarnan skorar úr hraðaupphlaupi. Marvin Valdimarsson er búinn að skora fjögur fyrstu stig fjórða leikhluta og Stjarnan er fjórum stigum yfir. Threatt þarf að fara útaf.Þriðji leikhluti búinn | 64-64: Ólafur Torfason fer á vítalínuna og jafnar leikinn með því að setja annað vítið niður. Það stefnir í svakalega lokaleikhluta en Snæfellingar hafa unnið sig inn í leikinn með gríðarlegri baráttu. Justin Shouse náði heldur ekki að skora í þriðja leikhlutanum.30. mín | 64-63: Ryan Amaroso liggur eftir og þarf að fara útaf. Hann fékk eitthvað högg um leið og Jarrid Frye kom Stjörnunni yfir þegar 13 sekúndur voru eftir af leikhlutanum.28. mín | 57-57: Pálmi Freyr Sigurgeirsson jafnar leikinn en hann hefur verið frábær í þriðja leikhlutanum og hefur skorað 7 af 12 stigum sínum í honum.26. mín | 55-53: Sveinn Arnar Davíðsson setur niður svakalegan þrist þar sem hann var nánast búinn að missa jafnvægið og munurinn er bara tvö stig. Ingi Þór hefur kveikt í sínum mönnum í hálfleik og þá aðallega varnarlega.24. mín | 53-46: Jarrid Frye treður með tilþrifum í hraðaupphlaupi eftir laglega stoðsendingu frá Degi Kár Jónssyni. Pálmi Freyr svarar með mikilvægum þristi.23. mín | 49-43: Jón Ólafur Jónsson og Jay Threatt setja báðir niður þrist og minnka muninn niður í sex stig. Snæfell spilar öfluga vörn og Stjörnusóknin hefur hikstað síðustu mínútur. Nú er tækifæri fyrir Hólmara að koma sér aftur inn í leikinn.21. mín | 47-36: Justin Shouse byrjar seinni hálfleikinn á því að fiska ruðning. Marvin Valdimarsson kemst síðan á vítalínuna í næstu sókn og munurinn er orðinn ellefu stig. Snæfell nær ekki að skora í fyrstu tveimur sóknum seinni hálfleiks og Hólmarar eru orðnir pirraðir.Hálfleikur | 45-36: Justin Shouse 22, Brian Mills 9 (10 frák.), Jarrid Frye 5, Marvin Valdimarsson 4, Dagur Kár Jónsson 3 og Fannar Freyr Helgason 2 hafa skoraði stig Stjörnunnar í fyrri hálfleik en stig Snæfells hafa skorað: Jón Ólafur Jónsson 10, Ryan Amaroso 8 (8 frák.), Sveinn Davíðsson 7, Jay Threatt 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5. Bæði liðin hafa hitt verr en 50 prósent úr vítum sínum í kvöld. Stjarnan er með 46 prósent vítanýtingu (5/11) en Snæfell 44 prósent (4/9).Hálfleikur | 45-36: Justin Shouse endar fyrri hálfleik með laglegri körfu og er því kominn með 22 stig í leiknum. Stjörnumenn hafa náð góðum tökum á leiknum eftir að það var jafnt á flestum tölum framan af leik. Justin er búinn að setja niður 8 af 11 skotum sínum í kvöld og er auk stiganna sinna kominn með fjórar stoðsendingar. Shouse er sannarlega maður fyrri hálfleiks enda maðurinn á bak við 12 af 18 körfum Stjörnuliðsins.19. mín | 41-34: Sigmundur dómari er búinn að fá nóg af væli þjálfara og leikmanna. Hann varar alla við að næst gefi hann tæknivillu.19. mín | 39-31: Stjörnumenn tóku ekki sóknarfrákast í fyrsta leiknum en taka nú hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Það skilar þeim þó ekki körfu og munurinn er áfram átta stig.18. mín | 39-31: Ísak dómari stoppar leikinn í miðju hraðaupphlaupi Snæfells. Marvin liggur eftir en hann fékk högg á andlitið í sókninni á undan. Hólmarar ósáttir en svona eru bara reglurnar.17. mín | 39-31: Justin Shouse með sinn þriðja þrist í leiknum og Stjörnumenn eru gera sig líklega til að stinga af. 11-0 sprettur á tveimur mínútum og Ingi Þór tekur skiljanlega leikhlé. Nú hugsa menn aftur til þess sem Teitur kallaði inn á völlinn áðan.16. mín | 36-31: Brian Mills með fimm stig í röð og Stjarnan er komin yfir á ný. Justin bætir við þristi og nú munar orðið fimm stigum á liðunum. Justin er kominn með 13 stig í kvöld.15. mín | 28-31: Ryan Amaroso setur niður annað víti sitt. "Hvítir förum nú aðeins að hugsa," kallar Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar til sinna manna.13. mín | 26-27: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. Snæfellsliðið réði ekki alveg við hraðann í síðustu sóknum sínum en hér er allt áfram í járnum og mikil spenna í loftinu.12. mín | 26-27: Jón Ólafur Jónsson smellir niður þristi og er kominn með 10 stig. Það mátti sjá smá glott hjá kappanum sem er sjóðheitur í kvöld alveg eins og í fyrsta leiknum.Fyrsti leikhluti búinn | 24-24: Stjörnumaðurinn Jarrid Frye kemst á vítalínuna 3 sekúndum fyrir leikhlutalok en setur bara annað niður. Stjarnan fær boltann aftur og Brian Mills nær að blaka skoti Jovan Zdravevski niður um leið og leiktíminn rennur út við mikinn fögnuð heimamanna. Sigmundur Már dæmir fyrst körfu en fer síðan og skoðar myndband hjá Stöð 2 Sport og dæmir í framhaldinu körfuna ekki gilda.8. mín | 20-18: Jarrid Frye kemur aftur inn og Jón Ólafur klikkar á tveimur vítum. Justin skorar þriðju körfuna í röð og Stjarnan er komin yfir.8. mín | 18-18: Justin Shouse með tvær körfur í röð og nú er aftur jafnt. Justin er kominn með sex stig og þrjár stoðsendingar.8. mín | 16-18: Jarrid Frye liggur eftir og þarf aðstoð. Hann heldur um bakið og þarf að fara af velli. Ekki góðar fréttir fyrir Stjörnumenn.7. mín | 14-18: Snæfell er skrefinu á undan og Sveinn Arnar Davíðsson, nýkominn inn á völlinn, skellir niður þristi úr horninu.6. mín | 12-15: Jón Ólafur Jónsson setur niður þrist langt fyrir utan og er strax kominn með sjö stig í leiknum. Hann er búinn að setja niður þrjú fyrstu skotin sín.5. mín | 12-11: Marvin Valdimarsson með laglega hraðaupphlaupskörfu og liðin taka áfram forystu á víxl.4. mín | 8-9: Liðin skiptast á að vera með forystuna í upphafi leiks.Leikurinn er hafinn | 2-2: Brian Mills skorar fyrstu körfu leiksins fyrir Stjörnuna en Jón Ólafur Jónsson jafnar strax í næstu sókn.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru klár: Marvin, Jarrid, Brian, Justin og Fannar byrja hjá Stjörnunni en Jón Ólafur, Pálmi, Ryan, Sigurður og Jay eru í byrjunarliði Snæfells. Það er verið að kynna leikmenn liðanna þar sem kynnir leiksins hikar ekki við að draga fram hin ýmsu viðurnefni leikmanna í báðum liðum.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tekur leikstjórnanda sinn Jay Threatt á eintal á miðjum vellinum. Það er ljóst að Snæfell treystir á það í kvöld að Threatt verði áfram í sama stuðinu og að undanförnu.Fyrir leik: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kr. Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson dæma leikinn í kvöld en Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari. Ísak Ernir er aðeins tvítugur og sonur Kristins Óskarssonar.Fyrir leik: Það er strax kominn syngjandi stemning í stuðningshóp Stjörnunnar sem syngur nú "Svali vinkaðu" og "Gaupi vinkaðu" en útsending Stöðvar 2 frá leiknum er að hefjast. Svali Björgvinsson og Guðjón Guðmundsson munu lýsa leiknum.Fyrir leik: Það er farið að fjölga í húsinu en það er nóg af lausum sætum nú þegar 26 mínútur eru í leikinn. Það var troðið á oddaleiknum á dögunum.Fyrir leik: Það er ótrúlegt að Stjörnumenn hafi tapað leik eitt miðað við skotnýtingu liðsins í leiknum. Garðbæingar hittu úr 69 prósent tveggja stiga skotanna (24 af 35), 46 prósent þriggja stiga skotanna (11 af 24) og 75 prósent vítanna (9 af 12). Stjarnan var bæði með betri nýtingu en Snæfell í tveggja og þriggja stiga skotunum.Fyrir leik: Jarrid Frye hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum fjórum leikjum Stjörnunnar i úrslitakeppninni til þessa en hann er með 23,0 stig og 10,0 fráköst að meðaltali í leikjunum fjórum. Frye hefur nýtt 70 prósent tveggja stiga skota sinna í þessum leikjum.Fyrir leik: Jón Ólafur Jónsson skoraði 29 stig í 91-90 sigri Snæfells í leik eitt þar af komu þrettán þeirra í lokaleikhlutanum. Jón Ólafur hitti úr 11 af 19 skotum sínum í leiknum þar af 5 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna.Fyrir leik: Jay Threatt átti þátt í öllum sextán stigum Snæfells í fjórða leikhlutanum í leik eitt. Hann skoraði sjálfur einn þrist og átti síðan stoðsendingar á Jón Ólaf Jónsson í öllum fimm körfunum sem hann skoraði í leikhlutanum.Fyrir leik: Stjarnan vann fleiri leikhluta en Snæfell í síðasta leik (28-18 í 2. leikhluta og 18-16 í 4. leikhluta) en Hólmarar höfðu betur í leiknum. Þar vó þriðji leikhlutinn þungt en Snæfell vann hann 27-16.Fyrir leik: Stjörnumenn tóku ekki eitt sóknarfrákast í fyrsta leiknum en Snæfellingar tóku öll 25 fráköstin sem voru í boði undir þeirra körfu. Stjörnuliðið tók hinsvegar 12,7 sóknarfráköst að meðaltali í leik í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitunum.Fyrir leik: Snæfell kemst í 2-0 með sigri í kvöld en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi á mánudagskvöldið.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa unnið báða heimaleiki sína til þessa í úrslitakeppninni og unnu líka þrjá síðustu heimaleiki sína í deildarkeppninni. Njarðvíkingar eru síðasta útiliðið til að vinna í Ásgarði þegar þeir unnu 87-77 sigur þar 11. febrúar síðastliðinn.Fyrir leik: Jovan Zdravevski hefur hitt 57 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum í öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni þar af setti hann niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Jovan er með 58,8 prósent þriggja stiga nýtingu í úrslitakeppninni (10 af 17).Fyrir leik: Justin Shouse í Stjörnuni og Jay Threatt í Snæfelli hafa gefið flestar stoðsendingar til þessa í úrslitakeppninni. Shouse er með 34 stoðsendingar en Threatt hefur gefið 32 stoðsendingar á félaga sína.Fyrir leik: Stjörnumennirnir Brian Mills og Jarrid Frye hafa nýtt saman 59,8 prósent skota sinna í úrslitakeppninni. Mills er með 60,8 prósent skotnýtingu (31 af 51) en Frye er með 59,1 prósent skotnýtingu (39 af 66).Fyrir leik: Snæfell vann síðast útileik í úrslitakeppni þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík 2010. Síðan þá hafa Hólmarar tapað fimm útileikjum í röð í úrslitakeppni.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira