Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 91-90 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Fjárhúsinu skrifar 2. apríl 2013 16:17 Mynd/Anton Snæfell sigraði Stjörnuna 91-90 í æsispennandi körfuboltaleik í Stykkishólmi í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum Dominos deildar karla. Leikurinn fór frábærlega af stað. Gríðarlegur hraði var í leiknum og leikmenn liðanna virtust hitta hvar sem þeir væru. Alls voru 60 stig skoruð í fyrsta leikhlutanum og skiptu liðin stigunum bróðurlega á milli sín. Jafnræði var með liðunum lengst af öðrum leikhluta. Liðin skiptust á að leiða en Stjarnan skoraði sex síðustu stig fyrri hálfleiks sem lagði grunninn að átta stiga forystu liðsins í hálfleik 56-48. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu stig seinni hálfleik og náði 11 stiga forystu en þá efndu heimamenn til sýningar og jöfnuðu metin á innan við þremur mínútum 61-61. Heldur meiri harka færðist í leikinn og hægðist á stigaskori en heimamenn náðu þó að halda ágætum dampi og ná fjögurra stiga forystu fyrir fjórða leikhluta 75-72. Enn var jafnt á öllum tölum í fjórða leikhluta og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Justin Shouse kom Stjörnunni í 89-88 en Jón Ólafur Jónsson kórónaði stórleik sinn með því að koma Snæfelli í 91-89 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Justin Shouse minnkaði muninn í eitt stig þegar hann náði aðeins að setja annað af tveimur vítum niður. Stjarnan fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn þegar liðið náði boltanum þegar 7 sekúndur voru eftir en Jay Threatt stal boltanum af Jarrid Frye og sigur Snæfells staðreynd.Jón Ólafur: Svakalegur leikur „Það var ekki veri að spila mikla vörn í fyrri hálfleik og það var ekki mikil tjáning á milli manna. Við vorum ekki á sömu blaðsíðunni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson sem fór fyrir Snæfelli í kvöld og skoraði 29 stig. „Við örvæntum ekki þó það væri einhver 11 stiga munur í upphafi seinni hálfeiks. Við höfum verið lengur í þessu en það. Þetta var svakalegur leikur og bæði lið að spila mjög vel fannst mér. Sóknarleikurinn var ekki að skemma fyrir og fólk skemmti sér örugglega hér í kvöld. „Við snérum þessu við í seinni hálfleik með góðum varnarleik. Það skóp þennan sigur. „Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik. Það hefði verið mjög erfitt að fara í Garðabæinn 1-0 undir. Þeir eru með hörku lið og það þýðir ekki mikið að misstíga sig á móti þeim,“ sagði Nonni Mæju eins og Jón Ólafur er jafnan kallaður.Teitur: Þetta var lélegt „Það vantaði helling upp á. Þetta var dapur leikur af okkar hálfu og margir leikmenn þar sem einbeitingin var úti á túni og því fór sem fór,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst þetta lélegur leikur. Hitnin var eins og í æfingaleik að sumri til. Lítill sem enginn kontakt og langt frá því sem við viljum hafa. „Við hittum voðalega vel en það geta allir skotið á körfuna ef þeir eru galopnir. Það geta allir skotið sama í hvaða flokki þeir eru. Þetta var taktlaust hjá okkur og við spiluðum eins og þeir vilja spila og að flýta okkur þegar við áttum að hægja á okkur. „Við tökum ekki eitt sóknarfrákst í 40 mínútur sem segir kannski til um baráttuna í liðinu. „Það skiptir engu máli stigatala í þessu einvígi. Nú eru þeir 1-0 yfir og við fáum tækifæri á föstudaginn til að jafna þetta. Það munar oft litlu í þessu og ég hefði getað staðið hér glaður með að hafa stolið þessu með döprum leik en við áttum ekki skilið að vinna og Snæfell vann sanngjarnt,“ sagði Teitur að lokum.Úrslit:Snæfell-Stjarnan 91-90 (30-30, 18-26, 27-16, 16-18)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 29/5 fráköst, Jay Threatt 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ryan Amaroso 20/15 fráköst, Ólafur Torfason 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Stefán Karel Torfason 0.Stjarnan: Jarrid Frye 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Jovan Zdravevski 14/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Dagur Kár Jónsson 0. Nánar verður fjallað um leikinn hér innan tíðar en textalýsingu frá leiknum má finna hér að neðan.Leik lokið 91-90: Stjarnan náði ekki lokaskoti og Snæfell komið í 1-0.40. mínúta 91-90: Bara eitt víti niður hjá Shouse.40. mínúta 91-89: Shouse með þrist sem Nonni Mæju svarar. Hálf mínúta eftir.39. mínúta 88-86: Ein og tíu eftir og Stjarnan með boltann.38. mínúta 88-86: Enn munar aðeins einni sókn á liðunum.36. mínúta 86-84: Og þá opnast allar flóðgáttir. Ótrúlegur þessi leikur.35. mínúta 83-79: Nú vill lítið niður hjá liðunum.34. mínúta 83-77: Nonni Mæju með átta stig í röð fyrir Snæfell. Þvílíkur leikmaður.33. mínúta: 78-75: Og Nonni Mæju svarar.33. mínúta 75-75: Þá braut Shouse ísinn.32. mínúta 75-72: Enn ekkert verið skorað í fjórða leikhluta.Þriðja leikhluta lokið 75-72: Heimamenn kláruðu fjórðunginn með látum og eru fjórum stigum yfir eftir að hafa verið mest ellefu stigum undir fyrir rétt um 9 mínútum síðan.29. mínúta 71-72: Stjarnan lætur ekki slá sig útaf laginu. Liðið er vel stutt af fjölmennum hópi úr Garðabæ.28. mínúta 71-70: Það hefur hægst verulega á leiknum eins og við var að búast. Alvöru kraftmikill og harður úrslitakeppnisbolti í gangi núna.27. mínúta 69-69: Allt í járnum og liðin farin að herða vörnina.26. mínúta 69-67: Stjarnan þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum núna en það er mikið eftir.25. mínúta 67-63: Leikmenn Snæfells mun ákveðnari hér í upphafi seinni hálfleiks.24. mínúta 65-63: Heimamenn komnir yfir. Það hefur verið hlustað á Inga Þór í hálfleiknum.23. mínúta 61-61: Snæfell búið að skjóta sig inn í leikinn aftur.22. mínúta 56-61: Ekki mikið um varnir hjá liðunum.21. mínúta 48-59: Mills með allan tímann í heiminum til að fóta sig niðri á vængnum og sökkti fyrsta þristinum í kjölfarið.Hálfleikur: Jay Threatt skoraði 15 stig fyrir Snæfell. Ryan Amaroso skoraði 9 stig og tók 6 fráköst og Nonni Mæju skoraði 9 stig.Hálfleikur: Frye skoraði 14 stig í fyrir hálfleik fyrir Stjörnuna. Jovan var með 12 stig og Brian Mills með 11. Shouse skoraði 8 stig og gaf 5 stoðsendingarHálfleikur 48-56: Shouse og Jovan enduðu hálfleikinn með sitt hvorum þristinum og Stjarnan í vænlegri stöðu í hálfleik.19. mínúta 48-50: Stjarnan er komin yfir á ný.18. mínúta: Nonni Mæju er kominn með þrjár villur og fær að hvíla.18. mínúta 46-46: Jay Threatt er kominn í 15 stig fyrir Snæfell.17. mínúta 46-44: Liðin halda áfram að skiptast á körfum. Nú er Snæfell á undan.15. mínúta 42-40: Heimamenn komnir yfir á ný.14. mínúta 35-38: Jovan fer mikinn, kominn með 9 stig.13. mínúta 35-35: Spennan er gríðarleg og má reikna með að þetta verði svona áfram.12. mínúta 35-33: Skotsýningin heldur áfram.11. mínúta 30-33: Jovan galopinn og nýtir það.Fyrsta leikhluta lokið 30-30: Magnaður fyrsti leikhluti. Liðin sjóðandi heit og mikill hraði í leiknum. Frye skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna og Nonni Mæju og Amaroso 7 hvor fyrir Snæfell.9. mínúta 26-27: Jarrid Frye fer á kostum fyrir Stjörnuna. Kominn með 11 stig.8. mínúta 24-25: Þessi leikur er algjör veisla. Hraður með glæsilegum tilþrifum.6. mínúta 19-20: Nonni Mæju með þrist og minnkar muninn í eitt stig fyrir heimamenn.5. mínúta 14-15: Stjarnan komin yfir í fyrsta sinn4. mínúta 14-10: Það rignir þristum hjá heimamönnum en Stjarnan heldur sínu.3. mínúta 11-6: Enn hita heimamenn, Threatt og Shouse klikkaði hinum megin.2. mínúta 8-4: Heimamenn eru sjóðandi í byrjun og Marvin fer vel af stað hjá Stjörnunni.1. mínúta 3-0: Pálmi með fyrstu körfu leiksins, þristur.Fyrir leik: Snæfell vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni en Stjarnan vann þegar liðin mættust í Poweradebikarnum.Fyrir leik: Hér mætast liðin sem höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar í vetur.Fyrir leik: Húsið er troðfullt og mikil og góð stemning í húsinu.Fyrir leik: Verið velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Dominos deildar karla. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Snæfell sigraði Stjörnuna 91-90 í æsispennandi körfuboltaleik í Stykkishólmi í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum Dominos deildar karla. Leikurinn fór frábærlega af stað. Gríðarlegur hraði var í leiknum og leikmenn liðanna virtust hitta hvar sem þeir væru. Alls voru 60 stig skoruð í fyrsta leikhlutanum og skiptu liðin stigunum bróðurlega á milli sín. Jafnræði var með liðunum lengst af öðrum leikhluta. Liðin skiptust á að leiða en Stjarnan skoraði sex síðustu stig fyrri hálfleiks sem lagði grunninn að átta stiga forystu liðsins í hálfleik 56-48. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu stig seinni hálfleik og náði 11 stiga forystu en þá efndu heimamenn til sýningar og jöfnuðu metin á innan við þremur mínútum 61-61. Heldur meiri harka færðist í leikinn og hægðist á stigaskori en heimamenn náðu þó að halda ágætum dampi og ná fjögurra stiga forystu fyrir fjórða leikhluta 75-72. Enn var jafnt á öllum tölum í fjórða leikhluta og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Justin Shouse kom Stjörnunni í 89-88 en Jón Ólafur Jónsson kórónaði stórleik sinn með því að koma Snæfelli í 91-89 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Justin Shouse minnkaði muninn í eitt stig þegar hann náði aðeins að setja annað af tveimur vítum niður. Stjarnan fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn þegar liðið náði boltanum þegar 7 sekúndur voru eftir en Jay Threatt stal boltanum af Jarrid Frye og sigur Snæfells staðreynd.Jón Ólafur: Svakalegur leikur „Það var ekki veri að spila mikla vörn í fyrri hálfleik og það var ekki mikil tjáning á milli manna. Við vorum ekki á sömu blaðsíðunni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson sem fór fyrir Snæfelli í kvöld og skoraði 29 stig. „Við örvæntum ekki þó það væri einhver 11 stiga munur í upphafi seinni hálfeiks. Við höfum verið lengur í þessu en það. Þetta var svakalegur leikur og bæði lið að spila mjög vel fannst mér. Sóknarleikurinn var ekki að skemma fyrir og fólk skemmti sér örugglega hér í kvöld. „Við snérum þessu við í seinni hálfleik með góðum varnarleik. Það skóp þennan sigur. „Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik. Það hefði verið mjög erfitt að fara í Garðabæinn 1-0 undir. Þeir eru með hörku lið og það þýðir ekki mikið að misstíga sig á móti þeim,“ sagði Nonni Mæju eins og Jón Ólafur er jafnan kallaður.Teitur: Þetta var lélegt „Það vantaði helling upp á. Þetta var dapur leikur af okkar hálfu og margir leikmenn þar sem einbeitingin var úti á túni og því fór sem fór,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst þetta lélegur leikur. Hitnin var eins og í æfingaleik að sumri til. Lítill sem enginn kontakt og langt frá því sem við viljum hafa. „Við hittum voðalega vel en það geta allir skotið á körfuna ef þeir eru galopnir. Það geta allir skotið sama í hvaða flokki þeir eru. Þetta var taktlaust hjá okkur og við spiluðum eins og þeir vilja spila og að flýta okkur þegar við áttum að hægja á okkur. „Við tökum ekki eitt sóknarfrákst í 40 mínútur sem segir kannski til um baráttuna í liðinu. „Það skiptir engu máli stigatala í þessu einvígi. Nú eru þeir 1-0 yfir og við fáum tækifæri á föstudaginn til að jafna þetta. Það munar oft litlu í þessu og ég hefði getað staðið hér glaður með að hafa stolið þessu með döprum leik en við áttum ekki skilið að vinna og Snæfell vann sanngjarnt,“ sagði Teitur að lokum.Úrslit:Snæfell-Stjarnan 91-90 (30-30, 18-26, 27-16, 16-18)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 29/5 fráköst, Jay Threatt 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ryan Amaroso 20/15 fráköst, Ólafur Torfason 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Stefán Karel Torfason 0.Stjarnan: Jarrid Frye 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Jovan Zdravevski 14/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Dagur Kár Jónsson 0. Nánar verður fjallað um leikinn hér innan tíðar en textalýsingu frá leiknum má finna hér að neðan.Leik lokið 91-90: Stjarnan náði ekki lokaskoti og Snæfell komið í 1-0.40. mínúta 91-90: Bara eitt víti niður hjá Shouse.40. mínúta 91-89: Shouse með þrist sem Nonni Mæju svarar. Hálf mínúta eftir.39. mínúta 88-86: Ein og tíu eftir og Stjarnan með boltann.38. mínúta 88-86: Enn munar aðeins einni sókn á liðunum.36. mínúta 86-84: Og þá opnast allar flóðgáttir. Ótrúlegur þessi leikur.35. mínúta 83-79: Nú vill lítið niður hjá liðunum.34. mínúta 83-77: Nonni Mæju með átta stig í röð fyrir Snæfell. Þvílíkur leikmaður.33. mínúta: 78-75: Og Nonni Mæju svarar.33. mínúta 75-75: Þá braut Shouse ísinn.32. mínúta 75-72: Enn ekkert verið skorað í fjórða leikhluta.Þriðja leikhluta lokið 75-72: Heimamenn kláruðu fjórðunginn með látum og eru fjórum stigum yfir eftir að hafa verið mest ellefu stigum undir fyrir rétt um 9 mínútum síðan.29. mínúta 71-72: Stjarnan lætur ekki slá sig útaf laginu. Liðið er vel stutt af fjölmennum hópi úr Garðabæ.28. mínúta 71-70: Það hefur hægst verulega á leiknum eins og við var að búast. Alvöru kraftmikill og harður úrslitakeppnisbolti í gangi núna.27. mínúta 69-69: Allt í járnum og liðin farin að herða vörnina.26. mínúta 69-67: Stjarnan þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum núna en það er mikið eftir.25. mínúta 67-63: Leikmenn Snæfells mun ákveðnari hér í upphafi seinni hálfleiks.24. mínúta 65-63: Heimamenn komnir yfir. Það hefur verið hlustað á Inga Þór í hálfleiknum.23. mínúta 61-61: Snæfell búið að skjóta sig inn í leikinn aftur.22. mínúta 56-61: Ekki mikið um varnir hjá liðunum.21. mínúta 48-59: Mills með allan tímann í heiminum til að fóta sig niðri á vængnum og sökkti fyrsta þristinum í kjölfarið.Hálfleikur: Jay Threatt skoraði 15 stig fyrir Snæfell. Ryan Amaroso skoraði 9 stig og tók 6 fráköst og Nonni Mæju skoraði 9 stig.Hálfleikur: Frye skoraði 14 stig í fyrir hálfleik fyrir Stjörnuna. Jovan var með 12 stig og Brian Mills með 11. Shouse skoraði 8 stig og gaf 5 stoðsendingarHálfleikur 48-56: Shouse og Jovan enduðu hálfleikinn með sitt hvorum þristinum og Stjarnan í vænlegri stöðu í hálfleik.19. mínúta 48-50: Stjarnan er komin yfir á ný.18. mínúta: Nonni Mæju er kominn með þrjár villur og fær að hvíla.18. mínúta 46-46: Jay Threatt er kominn í 15 stig fyrir Snæfell.17. mínúta 46-44: Liðin halda áfram að skiptast á körfum. Nú er Snæfell á undan.15. mínúta 42-40: Heimamenn komnir yfir á ný.14. mínúta 35-38: Jovan fer mikinn, kominn með 9 stig.13. mínúta 35-35: Spennan er gríðarleg og má reikna með að þetta verði svona áfram.12. mínúta 35-33: Skotsýningin heldur áfram.11. mínúta 30-33: Jovan galopinn og nýtir það.Fyrsta leikhluta lokið 30-30: Magnaður fyrsti leikhluti. Liðin sjóðandi heit og mikill hraði í leiknum. Frye skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna og Nonni Mæju og Amaroso 7 hvor fyrir Snæfell.9. mínúta 26-27: Jarrid Frye fer á kostum fyrir Stjörnuna. Kominn með 11 stig.8. mínúta 24-25: Þessi leikur er algjör veisla. Hraður með glæsilegum tilþrifum.6. mínúta 19-20: Nonni Mæju með þrist og minnkar muninn í eitt stig fyrir heimamenn.5. mínúta 14-15: Stjarnan komin yfir í fyrsta sinn4. mínúta 14-10: Það rignir þristum hjá heimamönnum en Stjarnan heldur sínu.3. mínúta 11-6: Enn hita heimamenn, Threatt og Shouse klikkaði hinum megin.2. mínúta 8-4: Heimamenn eru sjóðandi í byrjun og Marvin fer vel af stað hjá Stjörnunni.1. mínúta 3-0: Pálmi með fyrstu körfu leiksins, þristur.Fyrir leik: Snæfell vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni en Stjarnan vann þegar liðin mættust í Poweradebikarnum.Fyrir leik: Hér mætast liðin sem höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar í vetur.Fyrir leik: Húsið er troðfullt og mikil og góð stemning í húsinu.Fyrir leik: Verið velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Dominos deildar karla.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira