Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Birgir Þór Harðarson skrifar 18. apríl 2013 19:45 Kimi nennir ekki rugli. Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira