Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Birgir Þór Harðarson skrifar 18. apríl 2013 19:45 Kimi nennir ekki rugli. Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira