Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. apríl 2013 14:50 Mynd/Stefán Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn.
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira