Handbolti

Marka­met slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Frakkar voru skellihlægjandi eftir fyrri hálfleik en þá var sigurinn nánast í höfn.
Frakkar voru skellihlægjandi eftir fyrri hálfleik en þá var sigurinn nánast í höfn. EPA/Sebastian Elias Uth DENMARK OUT

Frakkland fagnaði öruggum 46-38 sigri gegn Portúgal í annarri umferð milliriðils 1 á EM í handbolta. Fleiri mörk hafa ekki verið skoruð í einum leik á EM.

Portúgalar höfðu sýnt stórbrotnar frammistöður fram að þessum leik. Þeir urðu fyrstir til að vinna Danmörk á heimavelli í heil tólf ár og töpuðu síðan naumlega eftir háspennudramatík gegn Þýskalandi í síðasta leik.

Frakkarnir reyndust þeim hins vegar erfiðir viðureignar og útlitið var svart þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá orðin 28-15 fyrir Frakklandi.

Portúgal fékk ekki eins mörg mörk á sig í seinni hálfleik og tókst að minnka muninn aðeins en átta marka tap varð niðurstaðan að endingu.

Samanlagt skoruðu liðin 84 mörk og slógu þar með markamet sem féll fyrr á þessu móti. Slóvenía og Svartfjallaland skoruðu 81 mark samtals í leik sínum í riðlakeppninni og tóku metið af Íslandi og Hvíta-Rússlandi, sem skoruðu samtals 77 mörk á EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×