Horner hafnar samsæriskenningum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. apríl 2013 17:30 Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira