Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira