"Gunni er miður sín" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 09:15 Nordicphotos/Getty Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23