Riise hraunar yfir félaga sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 06:30 Riise í vænni klemmu á milli risans Brede Hangeland og Íslendinganna Arons Einars og Kára Árnasonar. Mynd/Vilhelm Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira