Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 18-20 | Fram leiðir einvígið 1-0 Stefán Árni Pálsson í DB Schenker-höllinni skrifar 29. apríl 2013 11:49 Fram bar sigur úr býtum, 20-18, gegn Haukum í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði. Sigurður Eggertsson var frábær í liði Framara og gerði 6 mörk. Sigurbergur Sveinsson skoraði einnig sex mörk fyrir Hauka. Leikurinn hófst heldur betur vel fyrir Framara og fóru þeir á kostum sóknarlega þar sem allt gekk upp. Eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 6-2 fyrir gestina og útlitið gott. Haukar komu þá sterkir til baka og fóru loks að finna taktinn. Framarar voru samt ákveðnir og héldu Haukum alltaf þægilega langt frá sér í hálfleiknum en staðan í hálfleik var 11-8 fyrir Fram. Framarar dreifðu álaginu vel og voru það Jóhann Gunnar, Sigurður Eggertsson og Haraldur Þorvarðarson sem gerðu þrjú mörk hver í fyrri hálfleiknum. Safamýrapiltar með fína breidd og nýttu sér hana í fyrri hálfleiknum. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust strax í sitt rétta form en staðan varð fljótlega 13-12 fyrir Fram og aðeins munaði einu marki. Framarar komu þá til baka og breyttu stöðunni á einu augabragði í 17-14. Framarar voru gríðarlega skynsamir í þeirra sóknaraðgerðum og biðu ávallt eftir góðu færi eftir langar sóknir oft á tíðum. Um tíma í síðari hálfleiknum áttu bæði lið erfitt með að skapa sér hættuleg færi og lítið um markaskor í leiknum almennt. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 20-16 fyrir Fram og það forskot létu þeir ekki af hendi. Fram skoraði reyndar ekki fleiri mörk í leiknum en unnu að lokum sigur 20-18. Safamýrapiltar leiða því einvígið 1-0. Siggi Eggerts: Viljum klára þetta 3-0 en gjaldkerinn verður ekki sáttur með það„Við ætluðum að stela einum hérna og frábært að ná því í fyrsta leik,“ sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn. „Við vorum virkilega slakir í sókninni en Fram er bara að verða frábært varnarlið. Við erum að halda þeim í kringum tuttugu mörkin á tímabilinu og það er fínt.“ „Þetta er að verða eins og í gamla daga hægur sóknarleikur og alvöru varnir. Það er planið að spila skynsamlega og bíða eftir færum.“ „Það er bara leikmenn í þessu liðið sem þora að skjóta hvenær sem er og menn þurfa oft að halda vel aftur af sér.“ „Það væri auðvitað bara draumurinn að klára þetta einvígi 3-0 en ég veit að gjaldkerinn okkar verður ekki sáttur við það, ég verð líklega samt í þessum búning allt einvígið,“ sagði Sigurður að lokum en treyjan hans var rifinn mikið í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron: Við vorum einfaldlega lélegir í kvöld„Mér fannst við bara spila virkilega illa í kvöld,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. „Þetta var heldur dapurt hjá okkur í kvöld, á löngum köflum. Við erum ekki að ná að skipuleggja okkur nægilega vel varnarlega og fáum síðan á okkur slæm mörk í kjölfarið.“ „Við vorum ekki að ná að undirbúa hverja sókn nægilega vel og þurftum að taka slæm skot, sem hafði það í för með sér að Fram var alltaf einu skrefi á undan okkur.“ „Við eigum hreinlega helling inni eftir þennan leik í kvöld. Ákvarðanataka okkar var slæmt í kvöld og menn ekki með á nótunum. Við þurfum að laga helling fyrir næsta leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron með því að ýta hér. Einar: Við erum ekkert að fara hoppa hæð okkar eftir þennan sigur„Ég vill lítið hugsað um þennan heimavallarrétt, það er bara næsti leikur og skiptir engu máli hvar hann fer fram,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Allir að tala um að leikurinn hafi ekki verið fallegur en ég er kannski ekki sammála því, vörn getur verið rosalega falleg í handbolta og menn mega ekki vanmeta það.“ „Ég efast stórlega að þessi leikir verði einhver sirkus og eins og margir skilgreina sem fallegan handbolta. Þetta eru lið sem þekkja hvort annað vel og þetta er úrslitakeppnin þar sem mikið er undir. Þannig verður þetta einvígi, mikil barátta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Fram bar sigur úr býtum, 20-18, gegn Haukum í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði. Sigurður Eggertsson var frábær í liði Framara og gerði 6 mörk. Sigurbergur Sveinsson skoraði einnig sex mörk fyrir Hauka. Leikurinn hófst heldur betur vel fyrir Framara og fóru þeir á kostum sóknarlega þar sem allt gekk upp. Eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 6-2 fyrir gestina og útlitið gott. Haukar komu þá sterkir til baka og fóru loks að finna taktinn. Framarar voru samt ákveðnir og héldu Haukum alltaf þægilega langt frá sér í hálfleiknum en staðan í hálfleik var 11-8 fyrir Fram. Framarar dreifðu álaginu vel og voru það Jóhann Gunnar, Sigurður Eggertsson og Haraldur Þorvarðarson sem gerðu þrjú mörk hver í fyrri hálfleiknum. Safamýrapiltar með fína breidd og nýttu sér hana í fyrri hálfleiknum. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust strax í sitt rétta form en staðan varð fljótlega 13-12 fyrir Fram og aðeins munaði einu marki. Framarar komu þá til baka og breyttu stöðunni á einu augabragði í 17-14. Framarar voru gríðarlega skynsamir í þeirra sóknaraðgerðum og biðu ávallt eftir góðu færi eftir langar sóknir oft á tíðum. Um tíma í síðari hálfleiknum áttu bæði lið erfitt með að skapa sér hættuleg færi og lítið um markaskor í leiknum almennt. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 20-16 fyrir Fram og það forskot létu þeir ekki af hendi. Fram skoraði reyndar ekki fleiri mörk í leiknum en unnu að lokum sigur 20-18. Safamýrapiltar leiða því einvígið 1-0. Siggi Eggerts: Viljum klára þetta 3-0 en gjaldkerinn verður ekki sáttur með það„Við ætluðum að stela einum hérna og frábært að ná því í fyrsta leik,“ sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn. „Við vorum virkilega slakir í sókninni en Fram er bara að verða frábært varnarlið. Við erum að halda þeim í kringum tuttugu mörkin á tímabilinu og það er fínt.“ „Þetta er að verða eins og í gamla daga hægur sóknarleikur og alvöru varnir. Það er planið að spila skynsamlega og bíða eftir færum.“ „Það er bara leikmenn í þessu liðið sem þora að skjóta hvenær sem er og menn þurfa oft að halda vel aftur af sér.“ „Það væri auðvitað bara draumurinn að klára þetta einvígi 3-0 en ég veit að gjaldkerinn okkar verður ekki sáttur við það, ég verð líklega samt í þessum búning allt einvígið,“ sagði Sigurður að lokum en treyjan hans var rifinn mikið í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron: Við vorum einfaldlega lélegir í kvöld„Mér fannst við bara spila virkilega illa í kvöld,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. „Þetta var heldur dapurt hjá okkur í kvöld, á löngum köflum. Við erum ekki að ná að skipuleggja okkur nægilega vel varnarlega og fáum síðan á okkur slæm mörk í kjölfarið.“ „Við vorum ekki að ná að undirbúa hverja sókn nægilega vel og þurftum að taka slæm skot, sem hafði það í för með sér að Fram var alltaf einu skrefi á undan okkur.“ „Við eigum hreinlega helling inni eftir þennan leik í kvöld. Ákvarðanataka okkar var slæmt í kvöld og menn ekki með á nótunum. Við þurfum að laga helling fyrir næsta leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron með því að ýta hér. Einar: Við erum ekkert að fara hoppa hæð okkar eftir þennan sigur„Ég vill lítið hugsað um þennan heimavallarrétt, það er bara næsti leikur og skiptir engu máli hvar hann fer fram,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Allir að tala um að leikurinn hafi ekki verið fallegur en ég er kannski ekki sammála því, vörn getur verið rosalega falleg í handbolta og menn mega ekki vanmeta það.“ „Ég efast stórlega að þessi leikir verði einhver sirkus og eins og margir skilgreina sem fallegan handbolta. Þetta eru lið sem þekkja hvort annað vel og þetta er úrslitakeppnin þar sem mikið er undir. Þannig verður þetta einvígi, mikil barátta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira