Körfubolti

San Antonio og Miami með sópinn á lofti

Kobe Bryant huggar Pau Gasol eftir að hann kom af velli í nótt.
Kobe Bryant huggar Pau Gasol eftir að hann kom af velli í nótt. vísir/getty
San Antonio sópaði LA Lakers í fríið með öruggum sigri í fjórða leik liðanna í nótt. Án Kobe Bryant og fleiri lykilmanna átti Lakers ekki möguleika gegn Spurs.

Tony Parker skoraði 23 stig fyrir Spurs í nótt og Tim Duncan skoraði 11 og tók 6 fráköst.

"Þetta var ekki jafn bardagi. Við sem keppnismenn vildum eðlilega fá jafnan bardaga en Lakers gat ekki boðið upp á það," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs, en Lakers saknaði einnig Heimsfriðar og Steve Nash.

Til að bæta gráu ofan á svart hjá Lakers þá lét Dwight Howard reka sig af velli í þriðja leikhluta fyrir tuð.

Miami var einnig með sópinn á lofti og kláraði Milwaukee á auðveldan hátt. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami.

Boston minnkaði muninn gegn Knicks niður í 3-1 en Golden State náði 3-1 forskoti gegn Denver og heldur áfram að koma skemmtilega á óvart.

Úrslit:

Boston-NY Knicks  97-90  (1-3)

Milwaukee-Miami  77-88  (0-4)

LA Lakers-San Antonio  82-103  (0-4)

Golden State-Denver  115-101  (3-1)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×