Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Arnór Smárason voru á skotskónum fyrir lið sín í Svíþjóð og Danmörku í kvöld.
Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk fyrir Norrköping sem lagði Häcken, 4-2, í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar.
Gunnar Heiðar er búinn að skora fimm mörk í fyrstu sex leikjum Norrköping í vetur.
Arnór skoraði eina mark leiksins er Esbjerg lagði Silkeborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Esbjerg er fjórum stigum frá Evrópusæti eftir sigurinn.
Birkir Már Sævarsson var svo í byrjunarliði Brann sem lagði Odd Grenland, 2-0.
Gunnar Heiðar í banastuði

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
