Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2013 19:00 Alonso, Rosberg og Vettel deila efstu þremur sætunum á ráslínunni með sér í Barein. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. Vettel mun ræsa í öðru sæti á eftir Rosberg og á undan Alonso í kappakstrinum í hádeginu á morgun. „Ég alls ekki vonsvikinn,“ sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökurnar. „Til hamingju Nico! Hann ók ótrúlega góðan hring. Þetta var alltaf að fara að verða hans í dag.“ „Þegar ég kom yfir endalínuna í síðasta skiptið sá ég að ég var ekki fyrstur heldur annar. Ég vissi ekki hversu langt á eftir ég var því hringurinn minn var fínn,“ hélt Vettel áfram. „Þegar mér var svo sagt hversu langt á eftir ég var áttaði ég mig á að hringurin hans Nico hefur verið algerlega frábær. Svo góður að ég gæti ekki leikið hann eftir.“ Vettel segist samt vera ánægður með hvernig tímatakan spilaðist fyrir Red Bull-liðið. „Við náðum að stjórna dekkjunum okkar í gegnum alla tímatökuna. Keppnin á morgun mun svo öll snúast um dekkin og hvernig við förum með þau.“Vettel úðar sig í kaldri gufu til þess að kæla sig niður. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. Vettel mun ræsa í öðru sæti á eftir Rosberg og á undan Alonso í kappakstrinum í hádeginu á morgun. „Ég alls ekki vonsvikinn,“ sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökurnar. „Til hamingju Nico! Hann ók ótrúlega góðan hring. Þetta var alltaf að fara að verða hans í dag.“ „Þegar ég kom yfir endalínuna í síðasta skiptið sá ég að ég var ekki fyrstur heldur annar. Ég vissi ekki hversu langt á eftir ég var því hringurinn minn var fínn,“ hélt Vettel áfram. „Þegar mér var svo sagt hversu langt á eftir ég var áttaði ég mig á að hringurin hans Nico hefur verið algerlega frábær. Svo góður að ég gæti ekki leikið hann eftir.“ Vettel segist samt vera ánægður með hvernig tímatakan spilaðist fyrir Red Bull-liðið. „Við náðum að stjórna dekkjunum okkar í gegnum alla tímatökuna. Keppnin á morgun mun svo öll snúast um dekkin og hvernig við förum með þau.“Vettel úðar sig í kaldri gufu til þess að kæla sig niður.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira